Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum
Fréttir 24. júní 2015

Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 28. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík.

Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlar hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, stígvélakast, farsímakast og fleira. Þá má nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem er afar vinsæl enda hin besta skemmtun á að horfa.

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun á Furðuleikum önnur en heiðurinn af því að sigra og ánægjan af því að taka þátt. Þó er veglegur farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, LG G3 S með háskerpuskjá, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

Þetta árið er möguleiki á að komast á spjöld sögunar þar sem BBC verður á staðnum með keppendur og kvikmyndar leikana sem verða síðan sýndir í þætti sem heitir All over the place.

Á Kaffi Kind, kaffistofu Sauðfjársetursins, verður sérlega veglegt hlaðborð á boðstólum í tilefni dagsins. Aðgangur að öllum sýningum safnsins er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir að frítt er á Furðuleikana sjálfa. Nú eru uppi sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins, einnig sýningin Álagablettir á listasviðinu, sýningin Manstu? Ljósmyndir Tryggva Samúelssonar er í Kaffi Kind og í sérsýningarherbergi er sýning um Brynjólf Sæmundsson og starf héraðsráðunauta.

Þetta er í tólfta skipti sem Furðuleikarnir fara fram.

Skylt efni: Furðuleikarnir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...