Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum
Fréttir 24. júní 2015

Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 28. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík.

Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlar hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, stígvélakast, farsímakast og fleira. Þá má nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem er afar vinsæl enda hin besta skemmtun á að horfa.

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun á Furðuleikum önnur en heiðurinn af því að sigra og ánægjan af því að taka þátt. Þó er veglegur farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, LG G3 S með háskerpuskjá, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

Þetta árið er möguleiki á að komast á spjöld sögunar þar sem BBC verður á staðnum með keppendur og kvikmyndar leikana sem verða síðan sýndir í þætti sem heitir All over the place.

Á Kaffi Kind, kaffistofu Sauðfjársetursins, verður sérlega veglegt hlaðborð á boðstólum í tilefni dagsins. Aðgangur að öllum sýningum safnsins er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir að frítt er á Furðuleikana sjálfa. Nú eru uppi sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins, einnig sýningin Álagablettir á listasviðinu, sýningin Manstu? Ljósmyndir Tryggva Samúelssonar er í Kaffi Kind og í sérsýningarherbergi er sýning um Brynjólf Sæmundsson og starf héraðsráðunauta.

Þetta er í tólfta skipti sem Furðuleikarnir fara fram.

Skylt efni: Furðuleikarnir

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...