Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf.		/HKr.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Egill Sigurðsson, stjórnar­formaður Auðhumlu svf., lýsti því yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda síðasta föstudag að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk árið 2015. Er um mikið fagnaðarefni fyrir kúabændur að ræða enda var orðum Egils fagnað á fundinum.

Má setja yfirlýsingu Egils í samhengi við að í ræðu Sigurður Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrr á fundinum velti ráðherrann upp hvort kvóti í mjólk væri ekki orðinn hamlandi fyrir framleiðsluaukningu og taldi hann eðlilegt að taka núverandi kerfi til endurskoðunar þegar núverandi búnaðarsamningar rynnu út. Á uppboðsmarkaði með greiðslumark í mjólk sem fór fram nú 1. apríl síðastliðinn var sáralítil eftirspurn eftir kvóta en aðeins tvö gild tilboð um kaup bárust. Kemur það ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er, ekki síst í ljósi þess að greitt verði fullt verð fyrir alla innvegna mjólk.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...