Fullskipað í samninganefnd vegna endurskoðunar sauðfjársamnings
Samninganefnd vegna endurskoðunar á sauðfjársamningi er nú fullskipuð. Fulltrúi landbúnaðarráðherra í nefndinni verður Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrum þingkona og forseti Alþingis. Aðrir fulltrúar ríkisvaldsins eru þeir Þórhallur Arason, sem situr í nefndinni fyrir hönd fjármálaráðherra, og Arnar Freyr Einarssonar, sérfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytinu.
Áður höfðu bændur tilnefnt sitt fólk í samninganefndina en frestur til þess rann út 1. ágúst. Fulltrúar þeirra eru Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ.