Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fúlasta alvara
Skoðun 15. febrúar 2016

Fúlasta alvara

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Undanfarin misseri og ár hefur spjótum verið beint að bændum á mörgum vígstöðvum. Þar hafa tollamál, krafa um fullt frelsi til innflutnings á hráu kjöti og landbúnaðarkerfið í heild verið undir.
 
Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að kynt hefur verið undir umræðunni af hagsmunaaðilum í innflutningsverslun sem kveinkar sér nú undan því að talsmenn bænda svari fyrir sig. Þeirra viðbrögð eru að gera lítið úr umræðu um áhættuna sem í því felst að flytja hér óheft inn hrátt kjöt. Hafa ofurbloggarar margir hverjir stokkið á þann vagn og gert grín að bændum fyrir að vera hræddir við allt sem kemur frá útlöndum. Um leið gera þeir lítið úr  hámenntuðum og virtum læknum og sérfræðingar í sýklafræðum hafa stigið fram og varað við óheftum innflutningi á hráu kjöti.
 
Vilhjálmur Ari Arason, læknir og sérfræðingur í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, spyr í samtali við Bændablaðið í dag, hvort eigi að ráða meiru, lýðheilsa á Íslandi eða tilskipun frá EFTA. Hann segir ábyrgðarlaust ef stjórnvöld ætla að fara þegjandi eftir úrskurði EFTA-dómstólsins og leyfa innflutning á hráu kjöti til landsins. Hann segir það líka vera hræsni af hálfu talsmanna innflutnings að vísa til neytendahagsmuna í þessu samhengi.
 
Íslenskir sérfræðingar eru langt frá því að vera einir um áhyggjur af uppgangi sýklalyfjaónæmra bakteríustofna. Samkvæmt skýrslu sem gefin var út í Bandaríkjunum 2013 undir heitinu „Ógn af sýklalyfjaónæmi í Bandaríkjunum 2013,“ deyja 23.000 Bandaríkjamenn árlega af sýkingum sem ekki er hægt að lækna vegna sýklalyfjaónæmis. Árlegur heildarkostnaður Bandaríkjamanna af glímunni við sýklalyfjaónæmið er áætlaður um 55 milljarðar dollara. Það samsvarar hátt í sjö þúsund milljörðum íslenskra króna (6.985.000.000.000). Miðað við höfðatölu myndi kostnaðurinn í Bandaríkjunum samsvara rúmlega 7 milljarða árlegum kostnaði fyrir íslenska ríkið. 
 
Samkvæmt skýrslu RAND-stofnunarinnar um framtíðarhorfur í Evrópu og heiminum öllum  vegna sýklalyfjaónæmis, eru þær skelfilegar. Áætlað er, miðað við framvinduna undanfarin ár, að hreint tap ríkja heims vegna sýklalyfjaónæmis geti árið 2050 numið allt að 124,5 billjónum dollara á ári. (Billjón er 1 með 12 núllum). Þá er áætlað að fram að 2050 muni allt að 444 milljónir manna hafa látist af völdum sýklalyfjaónæmis. 
 
Samkvæmt upplýsingum Evrópu­sambandsins þá deyja um 25.000 manns vegna sýklalyfjaónæmis í Evrópu á hverju ári. Er þá miðað við gögn frá 2007. Þá var áætlað að dauðsföll á heimsvísu um 2050 yrðu orðin 300 milljónir. Staðan hefur versnað hröðum skrefum frá því þessi gögn voru lögð fram árið 2011. 
Svo voga íslenskir spjátrungar sér að gera lítið úr áhyggjum lækna og íslenskra bænda af þessum málum.  
Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...