Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi
Fréttir 6. maí 2021

Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 16. apríl síðastliðinn var ekki vitað um nein ný tilfelli fuglaflensusmits af H5N8  stofni (highly pathogenic avian influenza - HPAI)  í alifuglum í Bretlandi. Þá hafði aðeins verið tilkynnt um eitt nýtt tilfelli í villtum fugli í Englandi samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar sem fer með málefni matvæla- og dreifbýlismála. Þykja það trúlega gleðitíðindi í ljósi aragrúa farfugla sem nú eru komnir til Íslands. 

Frá 3. nóvember til 16. apríl hafði verið tilkynnt um 19 tilvik í alifuglum í Bretlandi, þar af 15 í Englandi, eitt í Wales, eitt í Skotlandi og tvö á Norður-Írlandi. Þá voru staðfest fimm tilvik í öðrum tegundum fugla sem haldið er í búrum.

Tilfellum smita af HPAIV H5 fuglaflensuveiru í villtum fuglum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum. Síðasta staðfesta fuglaflensu­smitið í villtum fugli var af HPAI H5N1 stofni sem getur líka smitast í menn. Fannst smitið í ránfuglstegundinni Mivus milvus sem líka er kölluð „Red Kite“.  

Alls 317 smittilfelli í villtum fuglum í Bretlandi

Þann 16. apríl síðastliðinn hafði verið tilkynnt um samtals 317 tilvik af fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi. Þar af voru 11 smit af HPAI H5N1 stofni, 6 smit af H5N5 stofni, 290 af H5N8, 1 tilfelli af H5N3 og 9 smittilfelli af H5Nx stofni.

Á sama tíma hafði verið tilkynnt um 87 smittilfelli af H5N8 í alifuglum í Þýskalandi. Þar af voru 46 tilfelli vegna hænsna og annarra alifugla sem fólk er með í sínum bakgörðum.  Þá voru 32 smittilvik í alifuglaeldi í Póllandi og 11 í Tékklandi auk 15 tilvika þar í landi í fuglum í bakgörðum fólks.

Í villtum fuglum hafði þá verið tilkynnt um fuglaflensu af HPAI H5N8 stofni í Tékklandi, Frakklandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi og í Svíþjóð. Þá hafði verið tilkynnt umsmit af HPAI H5N5 veirustofni í Rússlandi og Svíþjóð. Eins hafði verið tilkynnt um smita af HPAI H5 stofni í villtum fuglum í Úkraínu. Þar að auki hafi smit af HPAI H7N7 stofni fundist í svani í Litháen.

Smitum í villtum fuglum fækkar í Þýskalandi

Samkvæmt upplýsingum Friedrich Loeffler-stofnunarinnar í Þýskalandi hafði verið tilkynnt um 50 smit í villtum fuglum í Þýskalandi og þá aðallega í norðanverðu landinu á tímabilinu 1. til 12. apríl síðastliðinn. Á tíu dögum þar á undan hafði verið tilkynnt um 121 smittilvik.

Skylt efni: fuglaflensa

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...