Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi
Fréttir 6. maí 2021

Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 16. apríl síðastliðinn var ekki vitað um nein ný tilfelli fuglaflensusmits af H5N8  stofni (highly pathogenic avian influenza - HPAI)  í alifuglum í Bretlandi. Þá hafði aðeins verið tilkynnt um eitt nýtt tilfelli í villtum fugli í Englandi samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar sem fer með málefni matvæla- og dreifbýlismála. Þykja það trúlega gleðitíðindi í ljósi aragrúa farfugla sem nú eru komnir til Íslands. 

Frá 3. nóvember til 16. apríl hafði verið tilkynnt um 19 tilvik í alifuglum í Bretlandi, þar af 15 í Englandi, eitt í Wales, eitt í Skotlandi og tvö á Norður-Írlandi. Þá voru staðfest fimm tilvik í öðrum tegundum fugla sem haldið er í búrum.

Tilfellum smita af HPAIV H5 fuglaflensuveiru í villtum fuglum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum. Síðasta staðfesta fuglaflensu­smitið í villtum fugli var af HPAI H5N1 stofni sem getur líka smitast í menn. Fannst smitið í ránfuglstegundinni Mivus milvus sem líka er kölluð „Red Kite“.  

Alls 317 smittilfelli í villtum fuglum í Bretlandi

Þann 16. apríl síðastliðinn hafði verið tilkynnt um samtals 317 tilvik af fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi. Þar af voru 11 smit af HPAI H5N1 stofni, 6 smit af H5N5 stofni, 290 af H5N8, 1 tilfelli af H5N3 og 9 smittilfelli af H5Nx stofni.

Á sama tíma hafði verið tilkynnt um 87 smittilfelli af H5N8 í alifuglum í Þýskalandi. Þar af voru 46 tilfelli vegna hænsna og annarra alifugla sem fólk er með í sínum bakgörðum.  Þá voru 32 smittilvik í alifuglaeldi í Póllandi og 11 í Tékklandi auk 15 tilvika þar í landi í fuglum í bakgörðum fólks.

Í villtum fuglum hafði þá verið tilkynnt um fuglaflensu af HPAI H5N8 stofni í Tékklandi, Frakklandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi og í Svíþjóð. Þá hafði verið tilkynnt umsmit af HPAI H5N5 veirustofni í Rússlandi og Svíþjóð. Eins hafði verið tilkynnt um smita af HPAI H5 stofni í villtum fuglum í Úkraínu. Þar að auki hafi smit af HPAI H7N7 stofni fundist í svani í Litháen.

Smitum í villtum fuglum fækkar í Þýskalandi

Samkvæmt upplýsingum Friedrich Loeffler-stofnunarinnar í Þýskalandi hafði verið tilkynnt um 50 smit í villtum fuglum í Þýskalandi og þá aðallega í norðanverðu landinu á tímabilinu 1. til 12. apríl síðastliðinn. Á tíu dögum þar á undan hafði verið tilkynnt um 121 smittilvik.

Skylt efni: fuglaflensa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...