Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Fréttir 13. janúar 2022

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri milljón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra.

George Eustice, umhverfis­ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum.

Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafi lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns.

Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim.

Vegna smithættu hefur garð­eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...