Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Fréttir 13. janúar 2022

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri milljón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra.

George Eustice, umhverfis­ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum.

Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafi lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns.

Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim.

Vegna smithættu hefur garð­eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...