Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Fréttir 13. janúar 2022

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri milljón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra.

George Eustice, umhverfis­ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum.

Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafi lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns.

Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim.

Vegna smithættu hefur garð­eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f