Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Fréttir 13. janúar 2022

Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri milljón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra.

George Eustice, umhverfis­ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum.

Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafi lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns.

Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim.

Vegna smithættu hefur garð­eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.