Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fuglaflensufaraldur í uppsiglingu í Evrópu
Fréttir 22. nóvember 2016

Fuglaflensufaraldur í uppsiglingu í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið af Matvælastofnun Danmerkur að nokkur tilfelli fuglaflensu af völdum H5N8 veirunnar hafi greinst í landinu. Talið er að sýkingin kunni að vera undanfari fuglaflensufaraldurs í Evrópu.

Fyrstu tilfelli í Danmörku greindust í þrjátíu öndum á býli á Sjálandi. Sýkingin hafði áður greinst í villtum fuglum í Danmörku og í kjölfarið er búið að banna alla lausagöngu alifugla í landinu.

Hækka viðbúnaðarstig
Frá því að upp komst um sýkinguna í Danmörku hafa yfirvöld í Þýskalandi fyrirskipað að tæplega 9000 gæsum verði slátrað vegna smits á fuglaalibúi í Schleswig-Holstein héraði. Fyrir nokkrum vikum var slátrað í sama héraði um 30.000 hænsnum vegna hættu á smiti eftir að sýking greindist í mávum í nágrenni við alifuglabú. Um svipað leyti var 300.000 eggjum í Þýskalandi sem ætluð voruð til áframeldis í Danmörku fargað í varúðarskyni.

Sænsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar fréttanna en talið er að sýkingin í Danmörku kunni að vera undanfari alvarlegs fuglaflensufaraldurs í Evrópu.

Ríkið dæmt til skaðabóta
Í ljósi þess að hugsanlega megi eiga von á fuglaflensufaraldri í nágrannalöndum okkar er áhugavert að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fyrir skömmu dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtæki skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á fersku kjöti.

Samtök verslunar og þjónustu hafa í tilkynningu fagnað niðurstöðu dómsins enda er það staðföst trú þeirra að núverandi innflutningsbann á fersku kjöti frá aðildarríkjum EES-samningsins gangi gegn ákvæðum samningsins og samningsskuldbindingum íslenska ríkisins.

Þess er krafist að innflutningur á fersku kjöti, sem er í samræmi við samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöf.

EFTA dómstóllinn hafði áður dæmt að þessar hindranir samræmdust ekki EES-samningnum.

Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hefur lýst því yfir að Alþingi eigi að koma tafarlaust saman og aflétta öllum höftum á innflutningi á hráu kjöti til landsins.

Hræsni í rökum talsmanna um óheftan innflutning
Úrskurður héraðsdóms féll föstudaginn 18. nóvember, sama dag og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin helgaði aukinni vitund um sýklalyfjaónæmi.

Vilhjálmur Ari Arason, sérfræðingur í sýklalyfjanotkun barna og útbreiðslusýklaónæmra baktería, sagði í samtalið við Bændablaðið fyrr á þessu ári: „Að mínu mati felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda.

Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstafsfólks sem glöggt þekkja til málsins. Sumir nefna að við komust auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum. Þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.

Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöti sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast ennþá hér á landi.“
 

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...