Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Fréttir 2. ágúst 2017

Fuglaflensufaraldur í Suður-Kóreu

Höfundur: Vilmundur Hansen
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa bannað allan flutning á fuglakjöti í landinu til að reyna að hefta útbreiðslu H5N8 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Ríflega 190 þúsund fuglum hefur verið slátrað í landinu til að hefta útbreiðslu veirunnar.
 
Flensunnar varð fyrst vart 2. júní síðastliðinn í suðurhluta landsins og var útbreiðsla hennar hröð. Í byrjun júlí var landið sett á hæsta viðbúnaðar­stig hvað hættu á útbreiðslu fuglaflensu varðar og í framhaldinu var ríflega 190 þúsund kjúklingum, gæsum og öndum slátrað á alifuglabýlum. 
 
Bann hefur verið lagt á allan flutninga á alifuglum í landinu auk þess sem flutningabílar, sem séð hafa um flutninga á alifuglum, hafa verið kyrrsettir og verslunum sem sérhæfa sig í sölu á fuglakjöti og fuglasláturhúsum lokað. 
 
Hörð viðbrögð yfirvalda í Suður-Kóreu vegna flensunnar núna er vel skiljanleg því á síðasta ári kom upp svipaður H5N8 fuglaflensufaraldur í landinu. Faraldurinn í fyrra varð til þess að slátra þurfti 30 milljón alifuglum í landinu og verð á eggjum hækkaði stjarnfræðilega. 
 
Í yfirlýsingu frá Alþjóða­heilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...