Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Fréttir 2. ágúst 2017

Fuglaflensufaraldur í Suður-Kóreu

Höfundur: Vilmundur Hansen
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa bannað allan flutning á fuglakjöti í landinu til að reyna að hefta útbreiðslu H5N8 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Ríflega 190 þúsund fuglum hefur verið slátrað í landinu til að hefta útbreiðslu veirunnar.
 
Flensunnar varð fyrst vart 2. júní síðastliðinn í suðurhluta landsins og var útbreiðsla hennar hröð. Í byrjun júlí var landið sett á hæsta viðbúnaðar­stig hvað hættu á útbreiðslu fuglaflensu varðar og í framhaldinu var ríflega 190 þúsund kjúklingum, gæsum og öndum slátrað á alifuglabýlum. 
 
Bann hefur verið lagt á allan flutninga á alifuglum í landinu auk þess sem flutningabílar, sem séð hafa um flutninga á alifuglum, hafa verið kyrrsettir og verslunum sem sérhæfa sig í sölu á fuglakjöti og fuglasláturhúsum lokað. 
 
Hörð viðbrögð yfirvalda í Suður-Kóreu vegna flensunnar núna er vel skiljanleg því á síðasta ári kom upp svipaður H5N8 fuglaflensufaraldur í landinu. Faraldurinn í fyrra varð til þess að slátra þurfti 30 milljón alifuglum í landinu og verð á eggjum hækkaði stjarnfræðilega. 
 
Í yfirlýsingu frá Alþjóða­heilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki. 
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...