Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Fréttir 2. ágúst 2017

Fuglaflensufaraldur í Suður-Kóreu

Höfundur: Vilmundur Hansen
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa bannað allan flutning á fuglakjöti í landinu til að reyna að hefta útbreiðslu H5N8 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Ríflega 190 þúsund fuglum hefur verið slátrað í landinu til að hefta útbreiðslu veirunnar.
 
Flensunnar varð fyrst vart 2. júní síðastliðinn í suðurhluta landsins og var útbreiðsla hennar hröð. Í byrjun júlí var landið sett á hæsta viðbúnaðar­stig hvað hættu á útbreiðslu fuglaflensu varðar og í framhaldinu var ríflega 190 þúsund kjúklingum, gæsum og öndum slátrað á alifuglabýlum. 
 
Bann hefur verið lagt á allan flutninga á alifuglum í landinu auk þess sem flutningabílar, sem séð hafa um flutninga á alifuglum, hafa verið kyrrsettir og verslunum sem sérhæfa sig í sölu á fuglakjöti og fuglasláturhúsum lokað. 
 
Hörð viðbrögð yfirvalda í Suður-Kóreu vegna flensunnar núna er vel skiljanleg því á síðasta ári kom upp svipaður H5N8 fuglaflensufaraldur í landinu. Faraldurinn í fyrra varð til þess að slátra þurfti 30 milljón alifuglum í landinu og verð á eggjum hækkaði stjarnfræðilega. 
 
Í yfirlýsingu frá Alþjóða­heilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...