Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Frumvörp um búvörulög og lagareldi
Fréttir 12. september 2025

Frumvörp um búvörulög og lagareldi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á nýrri þingmálaskrá gefur að líta endurflutning frumvarps um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, kílómetragjald á ökutæki, og frumvörp um breytingu á búvörulögum, samkeppnislögum og heildarlöggjöf um lagareldi.

Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025–2026 var lögð fram í vikunni. Nú í september ætlar atvinnuvegaráðherra að endurflytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.). Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögunum til þess að ná fram þeim markmiðum sem fram koma í nýrri landsáætlun um riðuveikilaust Ísland auk nauðsynlegra breytinga sem gera þarf í tengslum við varnir gegn öðrum smitsjúkdómum.

Í október er boðað frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á búvörulögum til að styrkja stöðu frumframleiðenda landbúnaðarvara. Í næsta mánuði hyggst atvinnumálaráðherra enn fremur leggja fram frumvarp um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (veltumörk tilkynningarskyldra samruna, samrunagjald o.fl.). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar er varða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem og gjaldtöku og málsmeðferðarreglur samrunamála.

Þá er stefnt að frumvarpi um lagareldi í febrúar nk., um ný heildarlög fyrir greinina.

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst í september endurflytja frumvarp um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp gjaldtaka í formi kílómetragjalds vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu. Jafnframt er lagt til að almennt og sérstakt vörugjald af eldsneyti verði fellt niður og lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, og lög um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, nr. 101/2023, verði felld brott. Þá er lögð til hækkun á kolefnisgjaldi í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...