Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frumvörp um búvörulög og lagareldi
Fréttir 12. september 2025

Frumvörp um búvörulög og lagareldi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á nýrri þingmálaskrá gefur að líta endurflutning frumvarps um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, kílómetragjald á ökutæki, og frumvörp um breytingu á búvörulögum, samkeppnislögum og heildarlöggjöf um lagareldi.

Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025–2026 var lögð fram í vikunni. Nú í september ætlar atvinnuvegaráðherra að endurflytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.). Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögunum til þess að ná fram þeim markmiðum sem fram koma í nýrri landsáætlun um riðuveikilaust Ísland auk nauðsynlegra breytinga sem gera þarf í tengslum við varnir gegn öðrum smitsjúkdómum.

Í október er boðað frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á búvörulögum til að styrkja stöðu frumframleiðenda landbúnaðarvara. Í næsta mánuði hyggst atvinnumálaráðherra enn fremur leggja fram frumvarp um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (veltumörk tilkynningarskyldra samruna, samrunagjald o.fl.). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar er varða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem og gjaldtöku og málsmeðferðarreglur samrunamála.

Þá er stefnt að frumvarpi um lagareldi í febrúar nk., um ný heildarlög fyrir greinina.

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst í september endurflytja frumvarp um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp gjaldtaka í formi kílómetragjalds vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu. Jafnframt er lagt til að almennt og sérstakt vörugjald af eldsneyti verði fellt niður og lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, og lög um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, nr. 101/2023, verði felld brott. Þá er lögð til hækkun á kolefnisgjaldi í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...