Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta
Fréttir 25. júlí 2018

Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið er þannig uppbyggt að það tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni.

Nokkur reynsla er komin af myndavélaeftirliti erlendis og er sú reynsla góð. Ef þetta frumvarp verður að lögum yrði Ísland í fremstu röð á þessu sviði sökum þess hve gildissvið þess er víðtækt.

Föst ísprósenta

Á vef atvinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðuneytisins segir að frumvarpið hafi að geyma nokkur atriði sem snúa að öðru en myndavélaeftirliti og má þar helst nefna að lögð er til föst ísprósenta fyrir afla allra dagróðrabáta.

Aukinn tæknibúnaður

Nokkur kostnaður mun fylgja samþykkt frumvarpsins vegna þess tæknibúnaðar sem þarf. Það er þó þannig að margir aðilar í útgerð og vinnslu búa nú þegar yfir eigin myndavélakerfum sem hægt er að nýta. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eingöngu 15 hafnir sem eru ekki með myndavélakerfi svo það sama ætti að gilda þar.

Mögulegt er þó að auka þurfi við tækjabúnað eða endurnýja ef hann er ekki af þeim gæðum sem krafist er. Mikilvægt er að benda á að frumvarpið tekur tillit til ákvæða laga um persónuvernd.

Frumvarpsdrögin má finna á Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. ágúst. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á póstfangið postur@anr.is. 

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.