Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta
Fréttir 25. júlí 2018

Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið er þannig uppbyggt að það tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni.

Nokkur reynsla er komin af myndavélaeftirliti erlendis og er sú reynsla góð. Ef þetta frumvarp verður að lögum yrði Ísland í fremstu röð á þessu sviði sökum þess hve gildissvið þess er víðtækt.

Föst ísprósenta

Á vef atvinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðuneytisins segir að frumvarpið hafi að geyma nokkur atriði sem snúa að öðru en myndavélaeftirliti og má þar helst nefna að lögð er til föst ísprósenta fyrir afla allra dagróðrabáta.

Aukinn tæknibúnaður

Nokkur kostnaður mun fylgja samþykkt frumvarpsins vegna þess tæknibúnaðar sem þarf. Það er þó þannig að margir aðilar í útgerð og vinnslu búa nú þegar yfir eigin myndavélakerfum sem hægt er að nýta. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eingöngu 15 hafnir sem eru ekki með myndavélakerfi svo það sama ætti að gilda þar.

Mögulegt er þó að auka þurfi við tækjabúnað eða endurnýja ef hann er ekki af þeim gæðum sem krafist er. Mikilvægt er að benda á að frumvarpið tekur tillit til ákvæða laga um persónuvernd.

Frumvarpsdrögin má finna á Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. ágúst. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á póstfangið postur@anr.is. 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...