Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta
Fréttir 25. júlí 2018

Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið er þannig uppbyggt að það tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni.

Nokkur reynsla er komin af myndavélaeftirliti erlendis og er sú reynsla góð. Ef þetta frumvarp verður að lögum yrði Ísland í fremstu röð á þessu sviði sökum þess hve gildissvið þess er víðtækt.

Föst ísprósenta

Á vef atvinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðuneytisins segir að frumvarpið hafi að geyma nokkur atriði sem snúa að öðru en myndavélaeftirliti og má þar helst nefna að lögð er til föst ísprósenta fyrir afla allra dagróðrabáta.

Aukinn tæknibúnaður

Nokkur kostnaður mun fylgja samþykkt frumvarpsins vegna þess tæknibúnaðar sem þarf. Það er þó þannig að margir aðilar í útgerð og vinnslu búa nú þegar yfir eigin myndavélakerfum sem hægt er að nýta. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eingöngu 15 hafnir sem eru ekki með myndavélakerfi svo það sama ætti að gilda þar.

Mögulegt er þó að auka þurfi við tækjabúnað eða endurnýja ef hann er ekki af þeim gæðum sem krafist er. Mikilvægt er að benda á að frumvarpið tekur tillit til ákvæða laga um persónuvernd.

Frumvarpsdrögin má finna á Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. ágúst. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á póstfangið postur@anr.is. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...