Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Mynd / Bessi Eydal Egilsson
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar (nr. 80/2012 friðlýsing) sem felur í sér að heimilt verði að friðlýsa trjálundi, stök tré og garðagróður sem hafa menningarsögulegt, ræktunarsögulegt eða fræðilegt gildi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Vilhjálmur Árnason, Jakob Frímann Magnússon og Orri Páll Jóhannsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Að mati þeirra er mikilvægt að heimild til friðlýsingar sé tryggð með lögum enda ljóst að tré, trjálundir og garðagróður geti haft sams konar verndargildi og hús og aðrar menningarminjar og auk þess gildi vegna þekkingaröflunar og varðveislu erfðaauðlinda.

Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn. Vekja flutningsmenn athygli á því, í greinargerð með frumvarpinu, að umhverfis- og samgöngunefnd hafi í nefndaráliti beint því til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að finna slíkri vernd stað í lögum. Greinargerð Garðsöguhóps Félags íslenskra landslagsarkitekta, „Garðar- lifandi minjar. Aðferðir við verndarmat og skráningu gamalla garða“, inniheldur tillögur um nálgun við slíkum friðlýsingum en hópurinn telur að fagnefnd innan Minjastofnunar ætti að hafa umsjón með þeim.

Í Bændablaðinu í apríl árið 2022 gerðu landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundssen grein fyrir greinargerðinni og komu með tillögu að friðlýsingum tíu gamalla garða.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...