Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Mynd / Bessi Eydal Egilsson
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar (nr. 80/2012 friðlýsing) sem felur í sér að heimilt verði að friðlýsa trjálundi, stök tré og garðagróður sem hafa menningarsögulegt, ræktunarsögulegt eða fræðilegt gildi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Vilhjálmur Árnason, Jakob Frímann Magnússon og Orri Páll Jóhannsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Að mati þeirra er mikilvægt að heimild til friðlýsingar sé tryggð með lögum enda ljóst að tré, trjálundir og garðagróður geti haft sams konar verndargildi og hús og aðrar menningarminjar og auk þess gildi vegna þekkingaröflunar og varðveislu erfðaauðlinda.

Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn. Vekja flutningsmenn athygli á því, í greinargerð með frumvarpinu, að umhverfis- og samgöngunefnd hafi í nefndaráliti beint því til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að finna slíkri vernd stað í lögum. Greinargerð Garðsöguhóps Félags íslenskra landslagsarkitekta, „Garðar- lifandi minjar. Aðferðir við verndarmat og skráningu gamalla garða“, inniheldur tillögur um nálgun við slíkum friðlýsingum en hópurinn telur að fagnefnd innan Minjastofnunar ætti að hafa umsjón með þeim.

Í Bændablaðinu í apríl árið 2022 gerðu landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundssen grein fyrir greinargerðinni og komu með tillögu að friðlýsingum tíu gamalla garða.

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...