Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi
Mynd / Bbl
Fréttir 2. apríl 2020

Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi

Höfundur: Ritstjórn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í morgun frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á lögum um eignarhald á landi.

Frumvarpið tekur til breytinga á ýmsum lögum sem varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Greint er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi og stjórnvöld öðlist stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi.

„Í fyrsta lagi eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skýrðar nánar, en ákvæði núgildandi laga um það efni eru almenn og óljós. 

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali, en kaupverð er meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. 

Í þriðja lagi er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum. 

Í fjórða lagi er sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. Sett verði inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra. Loks eru lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningulögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. 

Drög að frumvarpinu voru til umsagnar í samráðsgátt á tímabilinu 13.–27. febrúar og bárust 33 umsagnir. Í kjölfar umsagna og áframhaldandi samráðs við fagráðuneyti og stofnanir voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu og eru þær raktar í greinargerð. Þar á meðal voru gerðar breytingar á stærðarviðmiðunum vegna framangreindrar samþykkisskyldu og er nú gert ráð fyrir að hún eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið.

Til ráðgjafar við samningu frumvarpsins voru Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna á vef Alþingis.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...