Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi
Mynd / Bbl
Fréttir 2. apríl 2020

Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi

Höfundur: Ritstjórn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í morgun frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á lögum um eignarhald á landi.

Frumvarpið tekur til breytinga á ýmsum lögum sem varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Greint er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi og stjórnvöld öðlist stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi.

„Í fyrsta lagi eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skýrðar nánar, en ákvæði núgildandi laga um það efni eru almenn og óljós. 

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali, en kaupverð er meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. 

Í þriðja lagi er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum. 

Í fjórða lagi er sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. Sett verði inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra. Loks eru lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningulögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. 

Drög að frumvarpinu voru til umsagnar í samráðsgátt á tímabilinu 13.–27. febrúar og bárust 33 umsagnir. Í kjölfar umsagna og áframhaldandi samráðs við fagráðuneyti og stofnanir voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu og eru þær raktar í greinargerð. Þar á meðal voru gerðar breytingar á stærðarviðmiðunum vegna framangreindrar samþykkisskyldu og er nú gert ráð fyrir að hún eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið.

Til ráðgjafar við samningu frumvarpsins voru Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna á vef Alþingis.

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...