Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frumskógurinn sem nytjagarður
Fréttir 22. janúar 2018

Frumskógurinn sem nytjagarður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjö innfæddir Perú-indíánar hafa tekið sig saman og safnað upplýsingum og ætla að gefa út á prenti bók um lækningamátt og aðrar nytjar jurta. Þekkingin sem þeir eru að safna er víða að glatast með eldra fólki og grasalæknum og það sem meira er að margar af plöntunum sem þeir fjalla um eru að nálgast útrýmingu.

Samkvæmt lýsingu frumbyggja í Amason-frumskóginum litu þeir yfirleitt á skóginn sem garð. Stóran garð sem veitti þeim lífsviðurværi, mat og plöntur til lækninga. Vitað er að þjóðflokkar í Amason stunduðu ræktun þar sem þeir plöntuðu út alls kyns nytja- og lækningaplöntum í kringum þorp. Þessar plöntur gátu og geta skipt þúsundum á nokkur hundruð fermetrum og geta garðarnir litið út eins og villt svæði í augum þeirra sem ekki þekkja til.


Margir af þessum görðum og þekkingin um notkun plantnanna sem í þeim vaxa er víða að hverfa á sama tíma og fólk flytur til borga. Garðarnir vaxa úr sér og víða eru þeir felldir og landið notað fyrir einsleita sojarækt eða til beita

Skylt efni: Grasnytjar | þjóðfræði | Perú

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.