Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fróðholt
Mynd / út einkasafni
Bóndinn 14. mars 2019

Fróðholt

Á bænum Eystra-Fróðholti búa Ársæll Jónsson og Anna Fía Finnsdóttir. 
 
Þau tóku við búinu á vordögum 1990. Á bænum er stundaður blandaður búskapur með mikla áherslu á hrossarækt.
 
Býli:  Eystra-Fróðholt.
 
Staðsett í sveit:  Rangárþing ytra.
 
Ábúendur: Ársæll Jónsson og Anna Fía Finnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tvö uppkomin börn, Ragnheiður Hrund og Jón Finnur, tvær tíkur ,Nala og Slaufa, og ein kisa.
 
Stærð jarðar?  5.350 hektarar þar af 75 hektarar af ræktuðu landi.
 
Gerð bús? Blandað bú; kýr, ær, hross og geitur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 22 kýr, 76 nautgripir, 280 fjár og 14 geitur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á mjöltum og gegningum fram að hádegi, eftir hádegi taka við tamningar og þjálfun á hrossunum og síðan taka við mjaltir og gegningar seinni partinn.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar vel gengur með þjálfun og sýningar á hrossunum og sauðburður, allra leiðinlegustu bústörfin er að hirða rúllur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, vonandi betri. Ef það verður ekki farið að flytja inn allar landbúnaðarvörur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Þeir sem standa að félagsmálum bænda eru að standa sig vel.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir því hvernig verður tekið á málunum og hvort bændur standi saman. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Tækifærin eru mörg, sérstaklega ef hreinleiki íslenskra búvara verður haldið meira á lofti.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur og mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og hrossalund, svo er saltað hrossakjöt í miklu uppáhaldi.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt atvik í búskapnum er þegar ég var að koma úr merkisafmæli hér í sveit undir morgun. 
 
Þá sá ég að Sæla var að kasta honum Sæ okkar þannig að við gætum fylgst með þeim merkisatburði. Óhætt að segja að það hafi verið með því eftiminnilegra hér.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...