Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Mynd / Aðalsteinn Á. Baldursson
Fréttir 7. október 2015

Frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt

Frístundabændur á Húsavík tóku sig til og reistu nýja fjárrétt síðsumars. Hún var tekin í notkun 12. september og var hátíðarbragur yfir réttardeginum.
 
Formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur, Aðalsteinn Árni Baldursson, bauð fjölmarga gesti velkomna um leið og hann fór yfir tildrög þess að frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt í Tröllakoti. Fyrri rétt stóð í landi Bakka en þurfti að víkja vegna framkvæmda við stóðiðju á vegum PPC.
 
Fjáreigendafélag Húsavíkur var stofnað sumarið 1983 og fjárbændurnir Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem hafa verið félagsmenn frá upphafi ásamt Aðalsteini Árna fjallskilastjóra, gáfu réttinni nafnið Húsavíkurrétt.
 
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings klippti á réttarborðann og naut við það aðstoðar dóttur sinnar, Aðalheiðar Helgu. Þar með vígði hann réttina og óskaði fjáreigendum til hamingju með glæsilega rétt.
 
Þá var tekið til við að draga féð í dilka en um 500 fjár var saman komið í réttinni, frá Húsavík og nærliggjandi sveitum, það er frá Tjörnesi, Kelduhverfi, Reykjahverfi og Aðaldal. Meðan á fjárdrættinum stóð buðu fjáreigendur upp á kaffi, safa og kleinur. Veitingar voru vel þegnar í einstakri veðurblíðu.
Í lokin var boðin upp falleg gimbur í tilefni vígslunnar og komu nokkur tilboð í hana en svo fór að Torfi Aðalsteinsson bauð hæst og hlaut gimbrina fögru. Frá þessu er sagt á vef Framsýnar.

9 myndir:

Skylt efni: Frístundabændur | réttir

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara