Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Mynd / Aðalsteinn Á. Baldursson
Fréttir 7. október 2015

Frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt

Frístundabændur á Húsavík tóku sig til og reistu nýja fjárrétt síðsumars. Hún var tekin í notkun 12. september og var hátíðarbragur yfir réttardeginum.
 
Formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur, Aðalsteinn Árni Baldursson, bauð fjölmarga gesti velkomna um leið og hann fór yfir tildrög þess að frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt í Tröllakoti. Fyrri rétt stóð í landi Bakka en þurfti að víkja vegna framkvæmda við stóðiðju á vegum PPC.
 
Fjáreigendafélag Húsavíkur var stofnað sumarið 1983 og fjárbændurnir Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem hafa verið félagsmenn frá upphafi ásamt Aðalsteini Árna fjallskilastjóra, gáfu réttinni nafnið Húsavíkurrétt.
 
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings klippti á réttarborðann og naut við það aðstoðar dóttur sinnar, Aðalheiðar Helgu. Þar með vígði hann réttina og óskaði fjáreigendum til hamingju með glæsilega rétt.
 
Þá var tekið til við að draga féð í dilka en um 500 fjár var saman komið í réttinni, frá Húsavík og nærliggjandi sveitum, það er frá Tjörnesi, Kelduhverfi, Reykjahverfi og Aðaldal. Meðan á fjárdrættinum stóð buðu fjáreigendur upp á kaffi, safa og kleinur. Veitingar voru vel þegnar í einstakri veðurblíðu.
Í lokin var boðin upp falleg gimbur í tilefni vígslunnar og komu nokkur tilboð í hana en svo fór að Torfi Aðalsteinsson bauð hæst og hlaut gimbrina fögru. Frá þessu er sagt á vef Framsýnar.

9 myndir:

Skylt efni: Frístundabændur | réttir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...