Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Friðrik Már Baldursson.
Friðrik Már Baldursson.
Mynd / Af vef Rúv.
Fréttir 3. júlí 2018

Friðrik Már Baldursson nýr formaður verðlagsnefndar búvara

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, verður formaður nýskipaðrar verðlagsnefndar búvöru. Friðrik er með doktorspróf í tölfræði og hagnýtri líkindafræði frá Columbia University í Bandaríkjunum. Hann starfaði um árabil hjá Þjóðhagsstofnun og síðustu 15 ár sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Friðrik Már hefur m.a. verið formaður stjórnar Hafrannsóknarstofnunar og Landsnets og setið í bankaráði Seðlabanka Íslands.

Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum en landbúnaðarráðherra skipar í nefndina. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar. 

Starf nefndarinnar er skýrt afmarkað í búvörulögum en hlutverk hennar er að tryggja hagsmuni allra í virðiskeðjunni frá bónda til neytenda. Nefndin ákvarðar afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Tvö megin vinnugögn eru til umræðu í nefndinni hverju sinni. Annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar. 

Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:

  • Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Ágúst Sigurður Óskarsson, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Ásta Björg Pálmadóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra

Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina.

Með nefndinni starfar Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...