Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. nóvember 2014

Friðheimar hafa opnað netverslun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Garðyrkjustöðin Friðheimar í Reykholti bætti enn við þjónustu sína í gær með opnun vefverslunarinnar Matarbúrsins á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina formlega í hófi sem haldið var af þessu tilefni á Hótel Sögu.

„Nú geta viðskiptavinir okkar hvar sem er í heiminum farið inn á vefinn okkar, friðheimar.is og keypt grænmetisvörur Friðheima,“ sagði Knútur Rafn Ármann við opnun vefsins í gær.

„Við erum komin með alls tólf vörutegundir og flóran er alltaf að aukast. Það er komið eitt og hálft ár síðan við kölluðum saman góðan hóp þegar við vígðum matarminjagripina og verslunina í Friðheimum, ári eftir að við opnuðum gestastofuna árið 2012. Síðan höfum við sífellt verið að taka þetta skrefinu lengra.

Það er alveg rétt sem Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda skrifaði á vefsíðu samtakanna í fyrri viku að garðyrkja og ferðaþjónusta eru sönn ást. Matarupplifunarþátturinn í þessari ferðaþjónustuuppsetningu okkar er að virka ótrúlega vel. Ég held að það séu mörg tækifæri í landbúnaði að flétta meira saman ferðaþjónustu og landbúnað. Þessar greinar eru báðar svo ekta og styrkja vel hvorar aðra. Þetta eykur mjög upplifun þeirra gesta sem til okkar koma til að njóta og fræðast. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa ekki komið áður inn í gróðurhús. Ég er alveg sannfærður um að þeir fara allt öðruvísi þenkjandi að versla í matinn á eftir.“

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...