Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. nóvember 2014

Friðheimar hafa opnað netverslun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Garðyrkjustöðin Friðheimar í Reykholti bætti enn við þjónustu sína í gær með opnun vefverslunarinnar Matarbúrsins á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina formlega í hófi sem haldið var af þessu tilefni á Hótel Sögu.

„Nú geta viðskiptavinir okkar hvar sem er í heiminum farið inn á vefinn okkar, friðheimar.is og keypt grænmetisvörur Friðheima,“ sagði Knútur Rafn Ármann við opnun vefsins í gær.

„Við erum komin með alls tólf vörutegundir og flóran er alltaf að aukast. Það er komið eitt og hálft ár síðan við kölluðum saman góðan hóp þegar við vígðum matarminjagripina og verslunina í Friðheimum, ári eftir að við opnuðum gestastofuna árið 2012. Síðan höfum við sífellt verið að taka þetta skrefinu lengra.

Það er alveg rétt sem Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda skrifaði á vefsíðu samtakanna í fyrri viku að garðyrkja og ferðaþjónusta eru sönn ást. Matarupplifunarþátturinn í þessari ferðaþjónustuuppsetningu okkar er að virka ótrúlega vel. Ég held að það séu mörg tækifæri í landbúnaði að flétta meira saman ferðaþjónustu og landbúnað. Þessar greinar eru báðar svo ekta og styrkja vel hvorar aðra. Þetta eykur mjög upplifun þeirra gesta sem til okkar koma til að njóta og fræðast. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa ekki komið áður inn í gróðurhús. Ég er alveg sannfærður um að þeir fara allt öðruvísi þenkjandi að versla í matinn á eftir.“

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...