Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. nóvember 2014

Friðheimar hafa opnað netverslun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Garðyrkjustöðin Friðheimar í Reykholti bætti enn við þjónustu sína í gær með opnun vefverslunarinnar Matarbúrsins á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina formlega í hófi sem haldið var af þessu tilefni á Hótel Sögu.

„Nú geta viðskiptavinir okkar hvar sem er í heiminum farið inn á vefinn okkar, friðheimar.is og keypt grænmetisvörur Friðheima,“ sagði Knútur Rafn Ármann við opnun vefsins í gær.

„Við erum komin með alls tólf vörutegundir og flóran er alltaf að aukast. Það er komið eitt og hálft ár síðan við kölluðum saman góðan hóp þegar við vígðum matarminjagripina og verslunina í Friðheimum, ári eftir að við opnuðum gestastofuna árið 2012. Síðan höfum við sífellt verið að taka þetta skrefinu lengra.

Það er alveg rétt sem Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda skrifaði á vefsíðu samtakanna í fyrri viku að garðyrkja og ferðaþjónusta eru sönn ást. Matarupplifunarþátturinn í þessari ferðaþjónustuuppsetningu okkar er að virka ótrúlega vel. Ég held að það séu mörg tækifæri í landbúnaði að flétta meira saman ferðaþjónustu og landbúnað. Þessar greinar eru báðar svo ekta og styrkja vel hvorar aðra. Þetta eykur mjög upplifun þeirra gesta sem til okkar koma til að njóta og fræðast. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa ekki komið áður inn í gróðurhús. Ég er alveg sannfærður um að þeir fara allt öðruvísi þenkjandi að versla í matinn á eftir.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...