Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Handaband Sveins Steinarssonar, formanns Fhb og Sigurðar Eyþórs­sonar, fram­kvæmdastjóra BÍ, innsiglaði yfirtöku Fhb á hlut BÍ í Landsmóti ehf.
Handaband Sveins Steinarssonar, formanns Fhb og Sigurðar Eyþórs­sonar, fram­kvæmdastjóra BÍ, innsiglaði yfirtöku Fhb á hlut BÍ í Landsmóti ehf.
Fréttir 24. janúar 2019

Hrossabændur eignast hlut í Landsmóti ehf.

Félag hrossabænda hefur formlega tekið yfir hlut Bændasamtaka Íslands í Landsmóti ehf. 

Með því er Félag hrossabænda orðið þriðjungs eigandi í eignarhlutafélaginu, sem er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga.

Aðalfundur Félags hrossabænda samþykkti boð BÍ um yfirtöku á eignarhlutinum í haust. 

„Landsmótið er hrossaræktar-starfinu mikilvægt og ætlum við því að taka þessu verkefni fagnandi og sjá tækifæri í því. Allir fundarmenn voru þó á því að félagið muni ekki taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar,“ sagði Sveinn af því tilefni.

Landsmót ehf. var stofnað árið 2001 til að standa að rekstri og utanumhaldi á Landsmóti hestamanna. Næsta Landsmót verður haldið á Hellu árið 2020.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...