Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í Amazon Go verslunum geta viðskiptavinir ekki greitt fyrir vörur með venjulegum peningum. Þar er einungis hægt að stunda viðskipti með því að skanna síma viðkomandi sem þá verður að vera tengdur bankareikningi þegar komið er inn og farið út úr verslununu
Í Amazon Go verslunum geta viðskiptavinir ekki greitt fyrir vörur með venjulegum peningum. Þar er einungis hægt að stunda viðskipti með því að skanna síma viðkomandi sem þá verður að vera tengdur bankareikningi þegar komið er inn og farið út úr verslununu
Mynd / Thesar
Fréttir 22. mars 2019

Fyrst borga til að banna peningalausar verslanir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Borgaryfirvöld í Philadelphiu í Bandaríkjunum hafa riðið á vaðið að bannað verslunum að stunda algjörlega peningalaus viðskipti. Ástæðan er mismunun borgaranna sem hafa ekki allir aðgang að bankareikningum eða kreditkortum. 
 
Peningalausum verslunum hefur verið að fjölga ört á liðnum misserum. Netverslunarkeðjan  Amazon hefur t.d. verið að fjölga peningalausum verslunum sínum og sett upp fjölda Amazon Go outlets útsöluverslana víða um Bandaríkin. Þar er ekki hægt að versla nema með rafrænum millifærslum í gegnum síma. Hefur þessi rafeindaverslunarrisi opnað búðir í Seattle, San Francisco, í Chicago og fleiri borgum og fyrirhugað er að opna slíkar verslanir líka í New York. 
 
Viðskiptin í Amazon Go fara þannig fram að viðskiptavinir láta skanna símana sína um leið og þeir koma inn í verslanirnar og aftur þegar þeir fara út. Síðan velja þeir þær vörur sem hugurinn girnist og labba með þær út. Inni í versluninni fylgjast myndavélar með hvað viðskiptavinirnir taka úr hillunum og eru þeir síðan rukkaðir rafrænt þegar þeir skanna símann að nýju þegar þeir yfirgefa verslunina. 
 
Mikil óvissa er um hvort Amazon Go takist að opna slíka verslun í Philadelphiu eftir að þar voru samþykktar reglur eða lög sem undirritaðar voru af Jim Kenny borgarstjóra um síðustu mánaðamót. Eiga nýju reglurnar að taka gildi 1. júlí næstkomandi. Þau fyrirtæki sem brjóta þessar reglur verða umsvifalaust sektuð um 2.000 dollara. 
 
Nokkrir greiðslustaðir verða þó undanþegnir nýju reglunum. Það eru bílastæðasjálfsalar, bílastæðahús, fyrirtæki sem byggja á sölu til aðildarkorthafa [eins og t.d. Costco], tryggingagreiðslur vegna leigu, rafrænar millifærslur og vegna vara sem aðeins eru seldar til starfsfólks. 
 
Borgaryfirvöld í Philadelphiu segja að verið sé að mismuna borgurunum með því að neita þeim um að greiða fyrir vörur með löggildum peningum. Þannig fá einungis þeir að versla sem eru með bankareikinga og rafrænt aðgengi að þeim í gegnum síma. 
 
Fjöldi peningalausra Amazon Go verslana hefur verið opnaður í Bandaríkjunum.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...