Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Fréttir 27. september 2017

Aukin framlög til hafrannsókna í fjármálafrumvarpinu 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nái fjárlög 2018 fram að ganga munu framlög til eflingar hafrannsókna  aukast talsvert á næsta fjárhaldsári. Áætluð heildarútgjöld til sjávarútvegsins eru 6.634 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu og aukast um 327,4 milljónir frá fyrra ári, eða um 5,2.

Hvað sjávarútveginn varðar munar mest um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Enn fremur er 11  milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 milljónir króna vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...