Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. maí 2020

Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sjötíu og fjórir listamenn dvöldu í Textílmiðstöðinni á Blönduósi í fyrra og komu þeir frá öllum heimshornum, eða frá 16 löndum. Þrátt fyrir ástandið er starfsemi í gangi í miðstöðinni og dvelja þar nú þrír listamenn. Margir listamenn sem áttu pantað pláss í vor og sumar hafa frestað komu sinni eða hætt við hana.  
 
Frá Textílmiðstöðinni.
 
Alþjóðlegur styrkur 
 
Textílmiðstöðin og Þekkingar­setrið á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköp­unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Ef allt gengur eftir mun það hefjast í haust. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu.
 
Tækjakaup 
 
Á vef Textílsetursins kemur fram að stefnt sé að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blóm­legrar miðstöðvar þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geti fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...