Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
FRÉTTATILKYNNING frá Bændasamtökum Íslands:
Fréttir 18. maí 2015

FRÉTTATILKYNNING frá Bændasamtökum Íslands:

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall dýralækna innan BHM hófst þann 20. apríl síðastliðinn og hefur það haft mikil áhrif á stöðu innlendra alifugla- og svínabænda þar sem slátrun stöðvast í verkfalli. Á meðan verkfallið hefur staðið yfir hafa þessar búgreinar sótt um undanþágur til slátrunar vegna vaxandi þrengsla á búunum og tekjuskorts.

Veittar voru undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar vegna dýravelferðarsjónarmiða þar sem þrengsli á mörgum búum voru orðin umfram lögbundnar kröfur. Undanþágur voru veittar með því skilyrði af hálfu dýralækna að sölubann yrði á þeim afurðum sem undanþága var veitt fyrir. Gilti þetta samkomulag fyrir alifuglabændur í 17. og 18. viku og svínabændur í 19. og 20. viku. 

Þann 13. maí síðastliðinn var svo fundur BHM með Bændasamtökum Íslands, Svínaræktarfélagi Íslands og Félagi kjúklingabænda um afgreiðslu frekari undanþágubeiðna. Rætt var um þá grafalvarlegu stöðu sem orðin er í þessum búgreinum og jafnframt að ef bú fengju ekki brátt tekjur stefndi í fjöldagjaldþrot í greinunum. Þá hefur slæm lausafjárstaða búanna áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum. Þá er ljóst að þau 1400 tonn af kjötbirgðum sem eru komin á frost til viðbótar þeim 200 tonnum af innfluttu kjöti sem bíða tollafgreiðslu munu hafa neikvæð áhrif á kjötmarkaðinn til lengri tíma með tilheyrandi tekjutapi fyrir íslenskan landbúnað. Á fundinum var því rætt um með hvaða hætti væri hægt að veita frekari undanþágur til þess að afstýra fjöldagjaldþrotum og lögð til ákveðin málsmeðferð í þeim efnum þannig að hægt væri að létta undir með búunum. 

Félög bænda fylgdu þeirri forskrift sem gefin var á fundinum og komu leiðbeiningum til sinna félagsmanna um hvernig ætti að senda undanþágubeiðnir áður en fundur undanþágunefndar dýralækna var haldinn í dag. Undanþágunefnd dýralækna kom svo saman en hafnaði öllum undanþágubeiðnum án rökstuðnings. Sú höfnun kom öllum í opna skjöldu og ekki hafa verið veittar frekari skýringar á henni. Bændasamtök Íslands harma þessa niðurstöðu. Fjárhagstjón bænda er þegar orðið gríðarlegt og samráð við BHM og Dýralæknafélag Íslands hefur litlu skilað. Því telja Bændasamtök Íslands tilgangslaust að reyna það frekar að svo stöddu.
 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...