Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri
Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri
Fréttaskýring 16. júlí 2021

Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt

Höfundur: Sigurgeir B. Kristgeirsson

Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hélt í vor afar fróðlegt erindi, í beinni útsendingu á netinu, um þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi.

Þar fjallaði hann m.a. um umhverfisvæna hlið íslenska kvótakerfisins. Stefán varði nýlega doktorsritgerð sína um íslenskan sjávarútveg. Hann varð góðfúslega við beiðni okkar um stutt viðtal.

Lélegt fiskirí sem hefur batnað mikið

,,Þegar ég var á sjó um 1990 var fiskirí lélegt. Það þótti gott að fá 10–12 tonn á sólarhring og þá var fiskurinn miklu smærri en hann er í dag. Ég sé þetta í gögnum sem ég hef rannsakað,“ segir Stefán.

,,Nú eru 30 metra togbátar að fylla sig á 2–3 dögum, þetta 40–80 tonn. Þetta hefði ekki verið hægt að gera 1990. Þetta er gríðarleg breyting í veiðum á þorski á þessum tíma, en ég hef mest rannsakað þorskveiðar af botnfisktegundum. Þetta hefur líka mikil og jákvæð áhrif á vinnslurnar. Þær afkasta meiru fyrir vikið og verða hagkvæmari,“ bætir Stefán við.

,,Það hefur margt gengið vel í uppbyggingu þorskstofnsins en þó er eitt sem vantar,“ segir Stefán, ,,og það er að það hafa engir stórir árgangar komið fram eins og áður gerðist þrátt fyrir stærri hrygningarstofn. Ástæða þess er ekki þekkt.“

Kvótakerfið er umhverfisvænt

Alkunna er að olíunotkun íslensks sjávarútvegs hefur dregist saman um 45% frá 1990–2017. Þetta hefur gerst á sama tíma og losun í fiskveiðum heimsins hefur aukist um 28% frá 1990–2011. Það sem skýrir þetta segir Stefán að ,,með kvótakerfinu var sókn takmörkuð og fyrirtækin neyddust til að fækka skipum og sameina aflaheimildir, með öðrum orðum að hagræða. Þannig lækkuðu þau kostnað og urðu arðbær. Stóri ávinningurinn var síðan að veiðistofn mikil­vægustu tegundarinnar, þorsk­urinn, stækkaði mikið og auðveld­ara var að sækja þorskinn. Með þessu mikla fiskiríi og fækkun skipa minnkaði olíunotkun Íslend­inga við veiðarnar. Þetta er algjör bylting því afli á sóknareiningu hefur aukist mikið. Við förum niður en heimurinn upp. Til þess að minnka losun í heiminum þarf að gera tvennt í fiskveiðum, að taka upp kvótakerfi og byggja upp fiskistofna. Allir umhverfis­verndarsinnar ættu því að styðja íslenska kvótakerfið!“ sagði Stefán að lokum.

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...