Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Günther Oettinger, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá ESB, segir Breta skilja eftir sig mjög stórt fjármálagat.
Günther Oettinger, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá ESB, segir Breta skilja eftir sig mjög stórt fjármálagat.
Mynd / ESB
Fréttaskýring 13. mars 2020

Bretar spara sér 10 til 11 milljarða evra á ári við að yfirgefa ESB

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er gríðarlegur efnahags­skellur fyrir Evrópusambandið að Bretland hafi formlega gengið út úr þessari ríkjasamsteypu á mið­nætti þann 31. janúar síðastliðinn. Þjóðverjar hafa fram til þessa lagt mest til sambandsins, enda langfjölmennasta ríkið með rúm­lega 81 milljón íbúa. Bretar með tæplega 65 milljónir íbúa hafa þar yfirleitt verið í öðru til fjórða sæti ásamt Frökkum sem eru yfir 66 milljónir og Ítölum sem eru um 61 milljón.
 
Fimm ríki sambandsins hafa staðið undir 70% af framlögunum, en fyrir utan áðurnefnd fjögur efstu er Spánn í þeim hópi. Framlag hvers ríkis ræðst að mestu af þjóðarframleiðslu, en á því eru þó ýmisleg frávik. Bretland er eitt af efnahagslega sterkustu ríkjum Evrópu, en landið hefur verið í ESB síðan 1973.
 
 
Um 10 milljarða evra biti sem Bretar munu spara sér
 
Samkvæmt tölum Statista var nettó­framlag Breta til Evrópu­sambandsins á árinu 2018 um 9.770 milljarðar vera. Það var þegar búið var að draga frá það sem þeir fengu til baka m.a. vegna landbúnaðarmála, eða 5.026,5 milljarða evra. Þetta var fyrir utan virðisaukaskatt og aðrar grunngreiðslur. Þannig var heildarframlag Breta vegna ESB á árinu 2018 rúmlega 16,4 milljarðar evra.
 
Þá var nettóframlag Þjóðverja 17.213 milljarðar evra og Frakka 7.442 milljarðar. Síðan komu Ítalir með 6.695 milljarða, Hollendingar með 4.877 milljarða og Svíþjóð með 1.983 milljarða evra. 
 
Pólverjar fengu meira frá ESB 2018 en sem nam öllu nettóframlagi Breta
 
Athygli vekur að 18 af 28 ríkjum innan ESB voru að fá meira fé frá ESB en þau lögðu til starfsemi þess. Þar var framlagið til Póllands langsamlega hæst, eða 11.633 milljarðar evra umfram það sem landið lagði til ESB. Þar á eftir kom Ungverjaland með neikvæða stöðu gagnvart ESB upp á 5.029 milljarða evra.
 
Það er því ekkert skrítið að Evrópu­sambandið hafi reynt að gera allt til að sniðganga lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu (BREXIT) um útgöngu Breta 2016. Síðan var reynt af öllum mætti að tefja fyrir og torvelda útgönguna. Haldið hefur verið fram í fjölmiðlum víða um lönd að þessi atkvæðagreiðsla hafi verið svo naum að hún væri vart marktæk þegar 17,4 milljónir eða 52% Breta samþykktu útgöngu en 48% vildu vera áfram í ESB. Síðustu þingkosningar í Bretlandi undir lok árs 2019, sýndu hins vegar svart á hvítu að þessi gagnrýni var byggð á mikilli óskhyggju ESB-sinna. Bretar vildu ganga út og engar refjar. Virtist það koma mörgum mjög á óvart, ekki síst hér á landi, eins og sjá mátti í fréttum.
 
Skilja eftir sig ríflega 10 milljarða evra fjármálagat
 
Fjárhagsgatið sem Bretar skilja eftir sig við brottförina úr ESB er gríðarlega stórt að mati Günther Oettinger, framkvæmdastjóra fjár­mála og mannauðs hjá ESB. Metur hann það svo að það sé að jafnaði um 10 til 11 milljarðar evra á ári, eða sem nemur um 1.700 milljörðum íslenskra króna.
Bretar krafðir um fjögurra og hálfs árs framlag í refsigjald 
 
Efnahagspakki ESB var 157,9 milljarðar evra árið 2017, 173,1 milljarðar árið 2018 og 148,5 milljarðar evra árið 2019. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2020 verður það 153,6 milljarðar evra, en þegar ljóst var að Bretar vildu fara út var byrjað að draga saman í útgjöldum til að reyna að milda áhrifin. Þá hefur Evrópusambandið farið fram á að Bretar borgi eins konar refsigjald fyrir útgönguna, eða 60 milljarða evra. Það samsvarar rúmlega fjögurra og hálfs árs framlagi Breta til ESB. Bretar hafa alfarið hafnað þessari kröfu og hafa lýst því yfir að þeir muni ekki greiða þetta. 
 
Vandséð er hvernig menn ætla að stoppa í þetta gat í efnahagsreikningnum sem Bretar skilja eftir sig og er nú mikið rætt um stóraukna aðildarskatta í efnaðri ríkjum sambandsins eins og Þýskaland og Svíþjóð. 

Skylt efni: esb | Bretland | Brexit

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...