Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afurðir af skaftfellsku feldfé. Skinn sem unnin voru í Svíþjóð.
Afurðir af skaftfellsku feldfé. Skinn sem unnin voru í Svíþjóð.
Mynd / ÁBB
Á faglegum nótum 23. ágúst 2019

Fregnir af íslenskri feldfjárrækt

Höfundur: Árni B. Bragason
Ræktun á gráu fé með góða feldeiginleika var hafin á nokkrum svæðum á landinu um 1980. Þessi ræktun stóð stutt á flestum þessara svæði nema í Meðallandi. Þar voru nokkrir bændur mjög áhugasamir og þrautseigir og nutu þar styrkrar leiðsagnar Sveins Hallgrímssonar og Einars Þorsteinssonar um áratuga skeið.
 
Í Meðallandi og á seinni árum í Álftaveri eru því einu hjarðirnar í landinu þar sem ræktun á feldeiginleikum á sér áratuga sögu og hægt að tala um feldfjárhjarðir. Þar sem sala á líflömbum er ekki heimil úr þessu varnarhólfi hafa sauðfjársæðingastöðvarnar haft í boði hrúta af þessum stofni nú samfellt frá árinu 2014 en á 9. áratug síðustu aldar voru einnig slíkir hrútar í boði á stöðvunum. Með þessu móti hafa áhugasamir sauðfjáreigendur um feldeiginleika getað nýtt sér þennan ræktunarárangur Meðallendinga og honum jafnframt verið dreift út fyrir varnarhólfið. Hvergi er þó enn kominn stór hópur feldfjár hjá einstökum ræktendum í öðrum varnarhólfum en áhugi virðist fara vaxandi, einkum á Vesturlandi og í Rangárvallasýslu.
 
Árið 2018 voru 36 dætur Gráfeldar 08-894 á skýrslum fjárræktarfélaganna og  dætur Lobba 09-939 voru 57.  Melur 12-978 átti 21 dóttur á skýrslum en þær voru allar á heimasvæði hans. Þeir sem eru að fikra sig af stað með feldfjárrækt hafa sett á einhverja hrúta undan feldhrútunum stöðvanna.
 
Valinn hefur verið nýr feldhrútur fyrir stöðvarnar og er það Ljúfur 16-244 frá Melhól í Meðallandi.  Hann er sonarsonur Lobba 09-939, fjarskyldari  Mel 12-978 og  mjög lítið skyldur Gráfeldi 08-894. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun enn hvort Melur 12-978 verður jafnframt í boði á komandi fengitíð. Þar sem feldfjárrækt fer nú aðeins fram á þremur bæjum í Meðallandi og Álftaveri hefur reynst erfitt að finna góða feldgæðahrúta fyrir stöðvarnar sem eru lítt eða óskyldir hver öðrum. Þeir sem eru að rækta feldeiginleika upp með sæðingum verða því að gæta sérstaklega vel að skyldleika gripa sinna. 
 
Feldfjárræktarfélagið Feldfé  – kynningarfundur 17. ágúst 2019
 
Ræktendur feldfjár í Meðallandi og Álftaveri stofnuðu félag haustið 2016 sem ber nafnið Feldfjárræktarfélagið Feldfé. Áhugasamir ræktendur eru nú komnir til sögunnar víðar á Suðurlandi og því hefur verið ákveðið bjóða áhugasömum sauðfjáreigendum í Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu að ganga til liðs við félagið. Fundur verður haldinn hjá félaginu að Sólheimahjáleigu í Mýrdal laugardaginn 17. ágúst n.k. og hefst hann kl 14. Þar verður hægt að skoða afurðir feldfjár, flutt verða stutt erindi og fleira. Áhugafólk um ræktun feldfjár á þessu svæði er velkomið á fundinn og í félagið. Þar sem vaxandi áhugi virðist á ræktun feldfjár á Vesturlandi má velta fyrir sér hvort tímabært sé að stofna til sambærilegs félagsskapar þar, t.d. á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands. Áhugasamir ræktendur á Vesturlandi geta látið vita af sér á netfangið ab@rml.is eða haft samband við undirritaðan sem getur haldið utan um hóp áhugasamra fram að stofnfundi félags, ef af yrði. Svona félagsskapur getur verið gagnlegur til að miðla þekkingu og reynslu t.d. um ræktunarstarfið, um úrvinnslu sérstakra afurða feldfjár og fleira. Mikilvægt er að ræktendur viti af hver öðrum í hverju varnarhólfi svo hægt sé að nýta t.d. efnilega feldhrúta betur á hverju svæði, flýta framförum og forðast skyldleikaræktun. 
 
 
Skráning dóma á feldeiginleikum inn í Fjárvís
 
Allt frá því ræktun feldeiginleika hófst um 1980 hafa einhver haustlömb verið metin árlega með tilliti til feldeiginleika og ræktunarstarfið byggst á þessu mati. Þessir dómar hafa til þessa aðeins verið varðveittir á blöðum eða á seinni árum í einkatölvum. Á allra síðustu árum hefur verið unnið að því að styrkja feldgæðadóma í sessi og fræðsla verið sótt til ræktenda Gotlandsfjár bæði í Svíþjóð og Danmörku. Um alllangt skeið hefur legið inni verkbeiðni um að setja upp í Fjárvís dómaskráningu á feldeiginleikum. Það myndi tryggja varðveislu þessara gagna og hjálpa mikið til við að meta t.d. afkvæmahópa hrúta og margt fleira þessu tengt. Vonandi næst að koma dómaskráningu fyrir feldgæði inn í Fjárvís fyrir haustið 2019.
Fyrir þá sem vilja skoða meira um ræktun feldfjár hér á landi má t.d. benda á grein í Bændablaðinu 9. september 2016 og grein í Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna 2017–2018.
 
Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...