Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í desember 2018 var starfsemi Til sjávar og sveita kynnt með viðhöfn á veitingastað IKEA í Garðabæ.
Í desember 2018 var starfsemi Til sjávar og sveita kynnt með viðhöfn á veitingastað IKEA í Garðabæ.
Mynd / TB
Fréttir 11. mars 2019

Framsæknar og djarfar nýjungar í landbúnaði og sjávarútvegi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Nú er orðið ljóst hvaða tíu teymi hafa verið valin til þátttöku í „Til sjávar og sveita“, fyrsta viðskiptahraðlinum á Íslandi sem einblínir á nýjar lausnir og sjálfbæra verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Snyrtivörur úr gulrótum, fullvinnsla æðarduns og kolsýrt drykkjarvatn úr sjó eru meðal hugmynda sem hlutu brautargengi.

Í fréttatilkynningu frá Icelandic Startups, sem halda utan um Til sjávar og sveita, kemur fram að markmiðið með hraðlinum sé að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi. Verkefninu er ætlað að veita þátttakendum faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd fæðist þar til viðskipti taka að blómstra.

Yfir 70 umsóknir bárust

„Til sjávar og sveita er haldinn í fyrsta skipti í ár en yfir sjötíu umsóknir bárust í hraðalinn. Af þessum hópi voru tuttugu umsækjendur teknir í viðtal og hafa tíu teymi nú verið valin til þátttöku úr þessum breiða hópi umsækjenda. Þrjú fyrirtæki vinna að tæknilausnum en hin sjö eru afurðatengd og koma bæði úr landbúnaði og sjávarútvegi. Í níu vikur fá forsvarsmenn fyrirtækjanna tækifæri til að þróa hugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan landbúnaðar og sjávarútvegs og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu,“ segir í fréttatilkynningu.

Bakhjarlar úr ólíkum áttum

Icelandic Startups hefur í samstarfi við Íslenska sjávarklasann komið á fót til Sjávar og sveita með fulltingi Ikea á Íslandi, Matarauðs Íslands, Landbúnaðarklasans og HB Granda. Í gegnum þessa bakhjarla fá fyrirtækin aðgang að tengslaneti og fagþekkingu. Ætlunin er að hraðallinn varpi ljósi á þau tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi.

Eftirtalin tíu fyrirtæki taka þátt í „Til sjávar og sveita“ 2019:

ArcanaBio
Ný háhraða tækni sem útbýr DNA greiningarpróf, allt frá matvælaiðnaði yfir í líftækni.

Álfur Beer
Bruggar bjór úr kartöfluhýði sem færi annars til spillis.

Beauty by Iceland
Snyrtivörur úr gulrótum og rófum sem færu annars til spillis.

Feed The viking
Sprotafyrirtæki sem starfar með það markmið að auka virði íslenskra matvæla með nýsköpun og öflugri markaðssetningu.

Ljótu kartöflurnar
Framleiðsla á kartöfluflögum úr annars flokks íslensku hráefni sem annars yrði fargað.

Stafræn veiðibók
Færa veiðibókina af pappírnum upp í skýin.

Pure Natura
Framleiðir hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum.

Tracio
Næsta kynslóð rekjanleika og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt eykur skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla.

Urtasjór
Framleiðsla á jurtabragðbættu og kolsýrðu, steinefnaríku drykkjarvatni unnið úr sjó.

Æðarkollur
Fullvinnsla æðardúns á Íslandi.


Ítarefni:
Myndir frá fundi í IKEA í desember sl. þegar Til sjávar og sveita var hleypt af stokkunum.

 

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...