Framleiðsla dregst saman og innflutningur eykst
Fréttir 9. febrúar 2024

Framleiðsla dregst saman og innflutningur eykst

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan hefur birt gögn um innflutning og framleiðslu á kjöti fyrir síðasta ár. Þar sést að innflutningur á kjöti jókst um 17 prósent frá árinu 2022, en heildarframleiðslan á Íslandi dróst saman um eitt prósent.

Þá dróst sala innlendrar framleiðslu saman um tvö prósent.

Aðeins var vöxtur í framleiðslu á alifuglakjöti á milli ára í innlendum kjötframleiðslugreinum, eða 1,7%. Heildarframleiðsla alifuglakjöts á síðasta ári nam 4.976 tonnum. Einungis á árinu 2017 var framleitt meira þegar 9.697 tonn voru framleidd.

Samdráttur í íslenskri nauta­kjötsframleiðslu nam tæpum 1,3%, var tæp 3% í kindakjötinu og 2,4% samdráttur var í svínakjötsframleiðslunni miðað við árið 2022.

Aldrei meira innflutt nautakjöt

Aldrei hefur meira magn verið flutt inn af nautakjöti en á síðasta ári, eða 1.344 tonn, sem er um 48% aukning frá 2022.

Innflutningur á alifuglakjöti jókst um 11% og nam alls 2.021 tonnum, þar af 493 tonn frá Úkraínu, eða 24% af innflutningnum, innflutningur á svínakjöti jókst um fimm prósent. Innflutt kindakjöt nam 20 tonnum en útflutningur dróst saman um 43%, fór úr 3.151 tonni í 1.788 tonn.

Enginn innflutningur var á hrossakjöti á síðasta ári og innlenda framleiðslan dróst saman um 41 tonn.

Stöðugt vaxandi vinsældir

Guðmundur Svavarsson, formaður deildar alifuglabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ljóst að vinsældir alifuglakjötsins fari stöðugt vaxandi. „Hins vegar hafa langvarandi erfiðleikar í rekstrarumhverfi bænda leitt til skertrar samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu og tafið uppbyggingu. Innflutningskvótar hafa verið auknir og á sama tíma er verðtollur óverðbættur árum saman, sem gerir innflutning fýsilegri.

Þá má ekki gleyma því að nokkuð var flutt inn tollfrjálst frá Úkraínu á síðasta ári. Hið jákvæða er að á síðasta ári voru tekin í notkun nokkur ný eldishús og ég er bjartsýnn á að svo verði einnig á þessu ári.

Þannig munu íslenskir kjúklingabændur bregðast við aukinni eftirspurn og ákalli neytenda um íslenska vöru, sem skarar fram úr í gæðum og hollustu.“

Svínabændum fækkar

Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafirði og formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökum Íslands, skýrir minni innlenda framleiðslu þannig að bændur hafi í einhverjum tilvikum ákveðið að loka sínum búum vegna innleiðingar nýrrar reglugerðar um velferð svína. Þar séu kröfur gerðar um breytingar á húsakosti sem einhverjar bændur hafi ákveðið að fara ekki í, en fresturinn til þess rennur út um næstu áramót. Hann segir að á sama tíma hafi eftirspurn eftir svínakjöti verið að aukast með auknum straumi ferðamanna og það skýri meiri innflutning.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.