Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Mynd / Landsnet
Fréttir 14. júlí 2021

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórisdóttir

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Línan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi. Þegar línan verður komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu. Framkvæmdin skipar einnig drjúgan sess í uppbyggingu meginflutningskerfisins í heild, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi. Leiðin er sem fyrr segir um 220 kílómetra löng og er innan fjögurra sveitarfélaga, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...