Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framkvæmdir í Flóahreppi
Fréttir 6. ágúst 2014

Framkvæmdir í Flóahreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við leikskólann í Þingborg er búið að steypa sökkla fyrir nýbyggingu og fylla í hann. Verið er að undirbúa plötu fyrir steypu og verður hún steypt á næstu dögum. Verktaki reiknar  með að uppsetning móta ofan plötu verði um
miðjan ágúst. Greint er frá þessu á heimasíðu Flóahrepps.

Frárennsli er nánast tilbúið en skipta þurfti um rotþró. Í eldra húsnæði er búið að leggja fyrir gólfhita og lögnum og verið er að rífa klæðningu utan af húsinu.

Í Flóaskóla er verið að setja upp loftræstikerfi í nýjustu viðbyggingu. Búið er að bora öll göt á milli hæða fyrir lagnastokka vegna loftræstikerfis sem og veggja.  Lagning stokka í stofur og ganga  er lokið.  Einnig eru allar rafmagnstengingar tilbúnar fyrir utan tengingar uppi á loftinu þar sem lofræstisamstæðurnar munu koma.  Rjúfa þurfti einn vegg á milli tveggja stofa á efri hæð hússins til að koma rörum á milli hæða og er nú búið að klæða vegginn.  Allar stofur eru tilbúnar til ræstingar. Reiknað er með að loftræstisamstæðurnar fari upp um miðjan ágúst.  Rjúfa þarf þakið til að geta komið þeim ofan frá inn á loftið.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir við Flóaskóla að þá var mokað frá gafli elsta hluta Flóaskóla vegna lekavandamála í kjallara hússins. Skipt var um jarðveg við gaflinn og settur dúkur á vegginn sem jarðvegurinn liggur að.

Við Urriðafoss er göngustígagerð nánast lokið og verið er að undirbúa stækkun bílaplans. Stefnt er að því að girða svæðið af og setja upp upplýsingaskilti.
 

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...