Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framkvæmdir í Flóahreppi
Fréttir 6. ágúst 2014

Framkvæmdir í Flóahreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við leikskólann í Þingborg er búið að steypa sökkla fyrir nýbyggingu og fylla í hann. Verið er að undirbúa plötu fyrir steypu og verður hún steypt á næstu dögum. Verktaki reiknar  með að uppsetning móta ofan plötu verði um
miðjan ágúst. Greint er frá þessu á heimasíðu Flóahrepps.

Frárennsli er nánast tilbúið en skipta þurfti um rotþró. Í eldra húsnæði er búið að leggja fyrir gólfhita og lögnum og verið er að rífa klæðningu utan af húsinu.

Í Flóaskóla er verið að setja upp loftræstikerfi í nýjustu viðbyggingu. Búið er að bora öll göt á milli hæða fyrir lagnastokka vegna loftræstikerfis sem og veggja.  Lagning stokka í stofur og ganga  er lokið.  Einnig eru allar rafmagnstengingar tilbúnar fyrir utan tengingar uppi á loftinu þar sem lofræstisamstæðurnar munu koma.  Rjúfa þurfti einn vegg á milli tveggja stofa á efri hæð hússins til að koma rörum á milli hæða og er nú búið að klæða vegginn.  Allar stofur eru tilbúnar til ræstingar. Reiknað er með að loftræstisamstæðurnar fari upp um miðjan ágúst.  Rjúfa þarf þakið til að geta komið þeim ofan frá inn á loftið.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir við Flóaskóla að þá var mokað frá gafli elsta hluta Flóaskóla vegna lekavandamála í kjallara hússins. Skipt var um jarðveg við gaflinn og settur dúkur á vegginn sem jarðvegurinn liggur að.

Við Urriðafoss er göngustígagerð nánast lokið og verið er að undirbúa stækkun bílaplans. Stefnt er að því að girða svæðið af og setja upp upplýsingaskilti.
 

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...