Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Framkvæmdir í Flóahreppi
Fréttir 6. ágúst 2014

Framkvæmdir í Flóahreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við leikskólann í Þingborg er búið að steypa sökkla fyrir nýbyggingu og fylla í hann. Verið er að undirbúa plötu fyrir steypu og verður hún steypt á næstu dögum. Verktaki reiknar  með að uppsetning móta ofan plötu verði um
miðjan ágúst. Greint er frá þessu á heimasíðu Flóahrepps.

Frárennsli er nánast tilbúið en skipta þurfti um rotþró. Í eldra húsnæði er búið að leggja fyrir gólfhita og lögnum og verið er að rífa klæðningu utan af húsinu.

Í Flóaskóla er verið að setja upp loftræstikerfi í nýjustu viðbyggingu. Búið er að bora öll göt á milli hæða fyrir lagnastokka vegna loftræstikerfis sem og veggja.  Lagning stokka í stofur og ganga  er lokið.  Einnig eru allar rafmagnstengingar tilbúnar fyrir utan tengingar uppi á loftinu þar sem lofræstisamstæðurnar munu koma.  Rjúfa þurfti einn vegg á milli tveggja stofa á efri hæð hússins til að koma rörum á milli hæða og er nú búið að klæða vegginn.  Allar stofur eru tilbúnar til ræstingar. Reiknað er með að loftræstisamstæðurnar fari upp um miðjan ágúst.  Rjúfa þarf þakið til að geta komið þeim ofan frá inn á loftið.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir við Flóaskóla að þá var mokað frá gafli elsta hluta Flóaskóla vegna lekavandamála í kjallara hússins. Skipt var um jarðveg við gaflinn og settur dúkur á vegginn sem jarðvegurinn liggur að.

Við Urriðafoss er göngustígagerð nánast lokið og verið er að undirbúa stækkun bílaplans. Stefnt er að því að girða svæðið af og setja upp upplýsingaskilti.
 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...