Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir 1. nóvember 2016

Framkvæmdir ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Framkvæmdir við ljósleiðaralagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Tengis hf., á Akureyri á vefsíðu 641.is. 
 
Búið er að leggja stofnlögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljósleiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín.
 
Allir komnir í samband fyrir áramót
 
Einungis er eftir að plægja stofnlögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagning á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heimtaugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vikunni og áfram haldið í þeirri næstu. 
 
 Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðarasamband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljósleiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. 

Skylt efni: ljósleiðaravæðing

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...