Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir 1. nóvember 2016

Framkvæmdir ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Framkvæmdir við ljósleiðaralagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Tengis hf., á Akureyri á vefsíðu 641.is. 
 
Búið er að leggja stofnlögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljósleiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín.
 
Allir komnir í samband fyrir áramót
 
Einungis er eftir að plægja stofnlögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagning á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heimtaugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vikunni og áfram haldið í þeirri næstu. 
 
 Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðarasamband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljósleiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. 

Skylt efni: ljósleiðaravæðing

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...