Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Fréttir 15. nóvember 2021

Framkvæmdaleyfi gefið út fyrir Þverárfjallsveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Skagabyggðar hefur gefið út framkvæmdaleyfi framkvæmda við Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá.

Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá Hringvegi austan við Blönduós að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá. Einnig verður byggður vegur norðaustur frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði.

Um er að ræða lengingu á Þverár­fjallsvegi um 8,5 km og tengingu við Skagastrandarveg upp á 3,3 km. Vegurinn verður af vegtegund C8, átta metra breiður með sjö metra breiðu slitlagi. Brú yfir Laxá í Refasveit verður 109 metra löng, tíu metra breið með níu metra breiðri akstursbraut. Einnig verða gerðar nýjar heimreiðar að bæjum á leið vegarins. Allt að sjö námur verða notaðar í nágrenni vegstæðisins að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Blönduósbæjar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...