Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Fréttir 15. nóvember 2021

Framkvæmdaleyfi gefið út fyrir Þverárfjallsveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Skagabyggðar hefur gefið út framkvæmdaleyfi framkvæmda við Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá.

Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá Hringvegi austan við Blönduós að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá. Einnig verður byggður vegur norðaustur frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði.

Um er að ræða lengingu á Þverár­fjallsvegi um 8,5 km og tengingu við Skagastrandarveg upp á 3,3 km. Vegurinn verður af vegtegund C8, átta metra breiður með sjö metra breiðu slitlagi. Brú yfir Laxá í Refasveit verður 109 metra löng, tíu metra breið með níu metra breiðri akstursbraut. Einnig verða gerðar nýjar heimreiðar að bæjum á leið vegarins. Allt að sjö námur verða notaðar í nágrenni vegstæðisins að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Blönduósbæjar.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...