Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fráleit ummæli forstjóra Haga
Fréttir 15. september 2016

Fráleit ummæli forstjóra Haga

Höfundur: smh

Á vef Bændasamtaka Íslands (BÍ) bregst Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ við ummælum Finns Árnasonar forstjóra Haga á Facebooksíðu sinni þar sem hann segir búvörusamningana vera ríkisstyrkt dýraníð. Sindri segir að Finnur ætti að sjá sóma sinn í að biðja bændur afsökunar á fráleitum ummælum. 

„Honum er í sjálfsvald sett að gagnrýna samningana en ummæli af þessu tagi eru út fyrir öll mörk og bera vott um einkar fjandsamlegt viðhorf í garð íslenskra bænda. Ítrekað hefur forstjóri Haga haft uppi neikvæð ummæli um íslenskan landbúnað en með þessum tilteknu ummælum tekur steininn úr og eru því fyrirtæki sem hann starfar fyrir til háborinnar skammar.

Íslenskir bændur vinna að því hörðum höndum allan ársins hring við að tryggja íslenskum almenningi heilnæm matvæli án sýklalyfja eða annarra aukaefna sem algeng eru í landbúnaði í öðrum löndum. Það er eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna að íslenskir bændur standist ítrustu kröfur um dýravelferð svo að Ísland verði í fararbroddi í þeim efnum.

Nýir búvörusamningar eru viðamiklir og skipta bændur og almenning á Íslandi verulegu máli. Þeir tryggja það að neytendur fá íslenskar búvörur á hagstæðu verði í verslunum og að hér sé hægt að reka blómlegan landbúnað. Við frábiðjum okkur þann málflutning sem forstjóri stærstu smásölukeðju landsins viðhefur. Menn verða að sýna lágmarks mannasiði þegar þeir tjá sig um atvinnugrein sem þúsundir manns byggja afkomu sína á um allt land,“ segir Sindri.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...