Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan.
Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan.
Fræðsluhornið 3. maí 2021

Sushi og safaríkar steikur

Höfundur: Kjartan Stefánsson

Túnfiskur er sælkerafæða. Hann er ómissandi í sushi-rétti og safaríkar steikur sem gefa nautakjöti lítt eftir. Vel að merkja er hér ekki verið að tala um allar túnfisktegundir, heldur eingöngu bláuggatúnfisk. Aðrar túnfisktegundir enda helst í dós.

Nokkrar tegundir túnfiska finnast í heiminum. Sá túnfiskur sem veiðist mest af nefnist randatúnfiskur (skipjack). Afli hans nam um 3 milljónum tonna árið 2018. Var hann jafnframt í þriðja sæti yfir mest veiddu fisktegundir heims það ár. Næstur í röðinni er guluggatúnfiskur með 1,5 milljónir tonna. Þar á eftir koma glápari (bigeye) og guli túnfiskur (albacore).

Lestina rekur bláuggatúnfiskur. Samanlagður afli hans í öllum heimshöfum var aðeins rúm 68 þúsund tonn árið 2018, eða um 1,3% af heildartúnfiskveiðinni. Þess má geta að talsvert er framleitt af bláuggatúnfiski í áframeldi, í Miðjarðarhafi og víðar, sem bætist við framboðið.

Heildarveiði túnfiska nam 5,2 milljónum tonna árið 2018 og aflaverðmæti var 11,7 milljarðar dollarar, um 1.500 milljarðar íslenskra króna. Að minnsta kosti þrír fjórði hluti af túnfiskafla heimsins er unnið sem lagmeti.

Bláuggatúnfiskur er glæsileg skepna. Hann er með stærstu beinfiskum og getur orðið allt að 3,3 metrar að lengd og 725 kíló að þyngd. Hann er með spretthörðustu fiskum og nær allt að 80 kílómetra sundhraða á klukkustund.

Bláuggatúnfiskur er gríðarlega verðmætur fiskur. Á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo fyrir Covid gat ferskur túnfiskur verið seldur á 10 þúsund krónur á kílóið, en verð hans var og er breytilegt og veltur það á framboði og eftirspurn og gæðum fisksins.

Talað er um þrjá meginstofna bláuggatúnfisks en þeir eru í Atlantshafi, Kyrrahafi og Suðurhöfum. Atlantshafs bláuggatúnfiski er skipt í tvær stjórnunareiningar, austur og vesturstofn. Einhver samgangur er á milli þessara stofna.

Austur-Atlantshafs bláugga­túnfiskur hrygnir í Miðjarðarhafi en fer á fæðuslóðir allt frá Vestur-Afríku norður í Noregshaf og til Íslands. Túnfiskur hefur verið mikilvægur nytjafiskur í Miðjarðarhafi frá því í fornöld. Aðal fiskveiðiþjóðirnar eru Spánn, Frakkland og Ítalía.

Austur-Atlantshafs bláugga­túnfiskur var lengi vel ofveiddur. Áætlað er að aflinn hafi verið 50 til 60 þúsund tonn á ári 1996 til 2007, rúmlega tvöfalt meiri en útgefinn kvóti. Vísindamenn óttuðust að stofninn myndi hrynja. Kvótinn var skorinn niður og eftirlit hert.

Aflinn fór niður í 11 til 12 þúsund tonn á ári. Á síðustu árum hefur stofninn náð sér töluvert á strik í kjölfar áætlunar um uppbyggingu á vegum Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins. Kvótinn er nú kominn í 36 þúsund tonn á ári.

Skylt efni: túnfiskur | sushi

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...