Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MG Marvel-R 4X4.
MG Marvel-R 4X4.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 8. febrúar 2022

MG Marvel-R fjórhjóladrifinn 100% rafmagnsbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Þann 20. júlí 2020 skrifaði ég grein hér í Bændablaðið um afturhjóladrifna MG bílinn, var framan af í greininni óvæginn út í BL þar sem mér fannst kynningin á bílnum vera villandi og röng, en þessi eindrifsbíll var kallaður jepplingur. Hins vegar finnst mér að þennan bíl mætti kalla smájeppa eða jeppling því hann er fjórhjóladrifinnn.

Þegar ég fékk bílinn var rafhlaðan sögð vera 100% hlaðin og mælaborðið sagði að hægt væri að keyra um 250 km.

Afturljósin flott, en það verður að muna eftir að kveikja á þeim.

Kraftmikill vélbúnaður og sjö ára ábyrgð

Rafhlaðan er 70kWh og á við bestu aðstæður að koma bílnum 370 km samkvæmt sölubæklingi. Mér fannst eitthvað skrítið við þetta því þegar ég fékk bílinn fullhlaðinn sagði mælaborðið að ég gæti keyrt 250 km.

Uppgefin hestöfl eru 288 og bíllinn er með sjálfskiptingu.

MG Marvel-R er frekar þungur, en uppgefin eigin þyngd er 1.810 kg.

Öryggisbúnaður er góður og er bíllinn með allt þetta hefðbundna sem er orðið nánast í öllum nýjum bílum, svo sem stöðuleikastýringu, neyðarbremsuaðstoð og sjálfvirka neyðarhemlun, árekstrarvörn og árekstrarviðvörun, akreinastýringu og akreinavara með viðvörun á hliðarumferð, ásamt fleiru sem gerir bílinn bæði þægilegan og öruggan í akstri.

Sjö ára ábyrgð er á bílnum, raf­hlöð­unni og gegnumryðsábyrgð.

Bíllinn sem var prófaður heitir MG Marvel-R Performance og kostar 7.199.000 krónur.

Prufuakstur við slæm akstursskilyrði

Þegar ég byrjaði prufuaksturinn sagði mælaborðið mér að ég gæti farið 233 km á rafhlöðunni, en ég stillti sætishitarann á lægstu stillingu, miðstöðina á 22 gráður og við þetta sagði mælaborðið mér að þessi upphitun mundi kosta mig alls 12 km.

Vinstramegin í mælaborðinu er hægt að sjá fjarlægð í bílana í kringum mann.

Síðastliðinn sunnudag var ekki skemmtilegt veður til að prófa nýjan bíl, en ljósi punkturinn var að veggrip var lítið og því fékk ég gott tækifæri á að prófa þær fjórar mismunandi akstursstillingar sem í bílnum eru; Eco, Normal, Sport og Snow. Þegar svona mikil hálka og misjafnt grip er, er Eco, Normal og Sport ekki að virka. Skriðvörnin og spólvörnin koma af og á með hálfgerðum rykkjum og næstum höggum, en ef ekið er með stillt á Snow er bíllinn allur mýkri og allt annað að keyra bílinn.
Til að fá gott grip varð að vera á svonefndum stofnbrautum og var þar notast við Miklubrautina.

Í Eco var bíllinn frekar latur af stað, en í Normal mun sneggri og með stillt á Sport var bara gaman, bíllinn stökk hreinlega á hámarkshraða og aðeins rúmlega á örstuttri stund.

Ólíkt mörgum öðrum rafmagnsbílum þá virtist bíllinn telja akstursdrægnina tiltölulega jafnt niður því ég keyrði um 70 km og þá sagði mælaborðið, sem var í byrjun á 221, að ég ætti 149 km eftir.

Hef séð mælaborð telja endingu rafgeymis niður næstum þrefalt hraðar en eknir kílómetrar segja til um.

Skemmtilegur bæjarbíll, en heggur aðeins í malbiksskemmdum

Að keyra bílinn er mjög gott, út­sýni fínt, góðar upplýsingar af vel sjáanlegu mælaborðinu.

Ónegld Michelin-dekkin gáfu gott grip, hefði verið til í að prófa þennan bíl á minni felgum.

Bíllinn er mjög hljóðlátur, veg­hljóð nánast ekkert þrátt fyrir að vera á vetrardekkjum og á 90 mældist hávaðinn ekki nema 66,7db., en eindrifs MG bíllinn sem ég prófaði fyrir rúmu ári mældist 68,7db. á sumardekkjum.

Farangursrými er gott, sæti ágæt og pláss fyrir farþega í aftursætum er gott.

Aðeins tvennt fann ég að bílnum, ljós og dekk.

Eins og í flestum rafmagnsbílum er ekkert varadekk í bílnum, bara pumpa og þéttiefni til að dæla í lekt dekk.

Bíllinn er á 19 tommu felgum með dekkjastærðina 235/45/19, en talan 45 stendur fyrir að hæð dekksins er ekki nema 45% af 23,5 cm, en það eru aðeins 13 cm.

Fyrir vikið er að í hvert sinn sem maður keyrir í holu, yfir hraða­hindrun eða keyrir yfir malbiksskemmd finnur maður töluvert högg koma á bílinn þar sem nánast enga fjöðrun er að fá úr hjólbarðanum. Árlega kemur það sem hjólbarðaviðgerðamenn kalla holutímabil, þar sem sem allt í einu koma holur í malbikið öllum að óvörum og þeir bílar sem verst fara út úr þessu eru þungir bílar á lágum dekkjum sem oftast höggva hliðina úr dekkinu.

Ég myndi því vera með vetrar­dekkin á MG Marvel-R á 17 tommu felgum til að vega á móti þyngd og minnka líkur á skemmdum dekkjum og felgum.

Til að fá afturljósin á bílinn í akstri þarf að kveikja handvirkt ljósin, en þegar dimmt er þá kvikna ljós sjálfkrafa.

Botninn algjörlega flatur, en á möl heyrist aðeins í steinum skjótast í plötuna sem ver rafhlöðuna.

Helstu mál og upplýsingar:

Hæð 1.664 kg
Breidd 1.919 mm
Lengd 4.674 mm

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...