Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hofin tvö séð ofan frá.
Hofin tvö séð ofan frá.
Fræðsluhornið 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum. Nú stendur það í öllu sínu veldi í Wuling-fjallgarðinum í suðvesturhluta Kína, en hæð þess er rúmir 2,5 km yfir sjávarmáli.

Áhugasamir göngugarpar geta þar trítlað upp 8.000 þrep, ef rétt er talið, og notið þess að upplifa sérkennilega klettamyndun í bland við útsýni skýjum ofar, en m.a. vegna þeirra var Fanjing-fjallið skráð á heimsnáttúru- og menningarminjaskrá UNESCO árið 2018.

Á toppi þess, sem ber nafnið Red Clouds Golden Summit, má finna hof sem kallað er Fanjingshan-hofið þó það sé í raun tvö musteri, Temple of the Buddha og Maitreya-hofið. Annað þeirra er ætlað til tilbeiðslu guðsins Sakiymuni, sem táknar nútíðina, og og hitt fyrir guðinn Maitreya, sem táknar framtíðina.

Hofin tvö voru upphaflega byggð á Yongle-tímabili Ming-ættarinnar, fyrir um það bil 500 árum, og hafa núverandi musteri verið endurbyggð í samræmi við upprunalegt útlit þeirra og styrkt með járnabindingum til að verjast sem best sterkum fjallavindum. Musterin eru sjálf um fimm og hálfur metri bæði á breidd og dýpt en þau tengjast hvort öðru með brú – enda toppur fjallsins klofinn í tvennt. Fólk getur því gengið frá nútíð til framtíðar búddískrar kenningar sér til skemmtunar eftir að upp er komið.

Þar sem fjalltindurinn er oft umkringdur þoku og skýjahafi, er mikil upplifun að standa á pallinum fyrir utan Fanjingshan-hofin og dást að ótrúlegu útsýninu. Þessi heilagi staður búddisma er ekki síður fagur á að líta ofan frá, og mætti telja hann einn af undrum jarðar.

Skylt efni: Kína UNESCO

Slammað með tekíla
Fræðsluhornið 12. ágúst 2022

Slammað með tekíla

Tekíla er áfengur drykkur sem upprunninn er í Mexíkó og unninn úr gerjuðum...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – síðasti hluti
Fræðsluhornið 9. ágúst 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – síðasti hluti

Í maí sl. var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku eða...

Fýll
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Fýll

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Han...

Gulvíðir
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Gulvíðir

Ástæða er til að telja gulvíði (Salix phylicifolia) til innlendra trjátegunda...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti
Fræðsluhornið 19. júlí 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Fræðsluhornið 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginle...

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric
Fræðsluhornið 14. júlí 2022

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric

Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota um...

Blæösp
Fræðsluhornið 13. júlí 2022

Blæösp

Blæösp (Populus tremula) hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ...