Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hofin tvö séð ofan frá.
Hofin tvö séð ofan frá.
Á faglegum nótum 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum. Nú stendur það í öllu sínu veldi í Wuling-fjallgarðinum í suðvesturhluta Kína, en hæð þess er rúmir 2,5 km yfir sjávarmáli.

Áhugasamir göngugarpar geta þar trítlað upp 8.000 þrep, ef rétt er talið, og notið þess að upplifa sérkennilega klettamyndun í bland við útsýni skýjum ofar, en m.a. vegna þeirra var Fanjing-fjallið skráð á heimsnáttúru- og menningarminjaskrá UNESCO árið 2018.

Á toppi þess, sem ber nafnið Red Clouds Golden Summit, má finna hof sem kallað er Fanjingshan-hofið þó það sé í raun tvö musteri, Temple of the Buddha og Maitreya-hofið. Annað þeirra er ætlað til tilbeiðslu guðsins Sakiymuni, sem táknar nútíðina, og og hitt fyrir guðinn Maitreya, sem táknar framtíðina.

Hofin tvö voru upphaflega byggð á Yongle-tímabili Ming-ættarinnar, fyrir um það bil 500 árum, og hafa núverandi musteri verið endurbyggð í samræmi við upprunalegt útlit þeirra og styrkt með járnabindingum til að verjast sem best sterkum fjallavindum. Musterin eru sjálf um fimm og hálfur metri bæði á breidd og dýpt en þau tengjast hvort öðru með brú – enda toppur fjallsins klofinn í tvennt. Fólk getur því gengið frá nútíð til framtíðar búddískrar kenningar sér til skemmtunar eftir að upp er komið.

Þar sem fjalltindurinn er oft umkringdur þoku og skýjahafi, er mikil upplifun að standa á pallinum fyrir utan Fanjingshan-hofin og dást að ótrúlegu útsýninu. Þessi heilagi staður búddisma er ekki síður fagur á að líta ofan frá, og mætti telja hann einn af undrum jarðar.

Skylt efni: Kína UNESCO

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...