Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Á faglegum nótum 2. janúar 2015

Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skýrslan Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata er komin út.


Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi.
Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann. Markmiðin voru að prófa, hvort milliplöntun, afblöðun og grisjun hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómata og hvort það væri hagkvæmt. Rannsóknin var gerð í tilraunagróðurhúsinu á Reykjum.

Tómatarnir (cv. Encore) voru ræktaðir með 2,66 toppa á m2 í vikri undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki 18 klst ljós.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að grisjun hafði áhrif á söluhæfa uppskeru, uppskerumagn var 10 % minna. Meðalþyngd aldina var eitthvað hærri með grisjun en fjöldi uppskorinna aldina var lægri. Fleiri aldin fara í fyrsta flokk eftir grisjun en þegar ekki var grisjað og lítil aldin voru fæst. Við milliplöntun var alltaf uppskorið og þá jókst uppskera um 10 % (og um 15 % yfir lengri tíma) og framlegð um 3.400 ISK/m2 borið saman við enga milliplöntun. Ef afblöðun fer úr hefðbundinni í mikla jókst uppskera um 10 % og framlegðin um 1.400 ISK/m2. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við mikil afblöðun var aukin meðalþyngd og fleiri aldin í 1. flokki. Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að grisja ágrædda tómata ekki, nota milliplöntun (ef sjúkdómar eru ekki í gróðurhúsi) og byrja snemma að afblaða mikið og gera það fram yfir byrjun uppskeru til að auka uppskeru og framlegð.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni.

Skýrslan er nr. 55 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.
 

Skylt efni: Garðyrkja

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...