Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pétur Halldórsson, líffræðingur og formaður Samtaka ungra umhverfissinna.
Pétur Halldórsson, líffræðingur og formaður Samtaka ungra umhverfissinna.
Fréttir 27. febrúar 2018

Fræðsla og vitundarvakning um umhverfismál

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ungir umhverfissinnar eru félagasamtök og vettvangur ungs fólks sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Félagið var stofnað árið 2013 og telur rúmlega 640 meðlimi allt í kringum landið.

Hlutverk félagsins er að vera málsvari ungs fólks í umhverfismálum, hvetja til upplýstrar umræðu og standa vörð um rétt komandi kynslóða til jafns aðgangs að náttúruauðlindum.

Fjölbreytt málefnastarf

Pétur Halldórsson, líffræðingur og formaður samtakanna, segir að hjá félaginu starfi málefnanefndir um skólp og sorp, miðhálendið, sjávarmengun, auðlindanýtingu, friðlýst svæði, samgöngur, landgræðslu, matvælaframleiðslu, vatnsvernd, loftslagsmál, fiskeldi og alþjóðasamstarf.

„Undir félagið falla einnig tvær landshlutanefndir, á Suðurlandi og Austurlandi, sem vinna að svæðisbundnum málefnum. Í gegnum slíkt málefnastarf verður til sérfræðiþekking ungs fólks með mismunandi reynslu og sýn á umhverfismál. Slík reynsla og þekking er nauðsynleg til að félagið geti tekið upplýsta afstöðu þegar kemur að því að hafa áhrif á ákvarðanatöku og stefnumótun stjórnvalda í skipulagsgerð og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.“

Fræðsla

„Eitt af helstu verkefnum samtakanna er að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu ungmenna með framhaldsskólakynningum á landsvísu.

Kynningarnar varpa ljósi á hvernig umhverfismál snerta ungt fólk og hvernig það sjálft getur haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda og daglegt líf. Frá október 2016 hafa 25 framhaldsskólar af 30 verið heimsóttir.
Stefnt er að því að heimsækja hina fimm fyrir lok vetrarins og í framhaldinu að heimsækja alla framhaldsskóla landsins árlega.

Kynningarnar eru því lausnamiðuð fræðsla um umhverfismál, líkt og kallað var eftir á X. umhverfisþingi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2017,“ segir Pétur.

Vitund ungmenna um skipulagsmál   

Að sögn Péturs vinna samtökin að rannsókn sem er styrkt af Skipulagsstofnun um vitund ungmenna um skipulagsmál. „Rannsóknin felst í söfnun gagna og greiningu á svörum ungmenna á landsvísu um hversu meðvitað ungt fólk er um rétt sinn til að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnar í skipulagsmálum.“

Alþjóðasamstarf

„Ungir umhverfissinnar eru m.a. í samvinnu við hóp ungs fólks í Alaska sem kallast Arctic Youth Ambassadors og er málsvari ungs fólks þar varðandi samfélags- og umhverfismál. Samvinnan er að hluta á vegum vinnuhóps Norðurskautsráðsins um líffræðilegan fjölbreytileika, Conservation of Arctic Flora and Fauna, og hefur einnig hlotið styrk frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi.

Í kjölfar þessarar samvinnu kemur félagið nú að undirbúningi samráðsvettvangs ungmenna í umhverfis- og samfélagsmálum á norðurslóðum,“ segir Pétur.

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...