Sölvi Björn Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Daníel Hansen, Jóhannes Nordal, Ásgeir Jónsson og Hildur Traustadóttir. Mynd / Seðlabanki Íslands.
Sölvi Björn Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Daníel Hansen, Jóhannes Nordal, Ásgeir Jónsson og Hildur Traustadóttir. Mynd / Seðlabanki Íslands.
Fréttir 8. júlí

Fræðafélag um forustufé hlaut 1,5 milljóna króna í styrk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannes­ar Nordal, fyrr­ver­andi seðla­bankastjóra, fór fram í níunda sinn fyrir skömmu. Markmiðið með styrk­veiting­unni er að styðja viðleitni einstak­linga og hópa sem miðar að því að varðveita menningar­verðmæti sem nú­verandi kyn­slóð hefur fengið í arf.

Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni er Fræðafélag um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Það hlaut 1,5 milljóna króna styrk til að skrá allt forustufé í landinu í miðlægan gagnagrunn, fjarvis.is.

Tilgangurinn að skrá ættir forystufjár

Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, segir að styrkurinn geri fræðafélaginu kleift að láta klára og endurbæta gagnagrunn fjarvis.is þannig að hann aðgreini forustufé frá öðru fé í landinu. Í kjölfarið af því verða upplýsingar um allt forustufé á landinu skráðar og gerðar aðgengilegar. Daníel segir að skráningin muni skrá ættir forustufjár eins langt aftur og hægt er.

Daníel Hansen, forstöðumaður Fræða­seturs um forustufé. /Mynd VH.

„Forustufé er hluti af íslenskum menningararfi sem okkur ber að varðveita og safna upplýsingum um og varðveita. Ættrakningin nær mislangt aftur eftir svæðum, yfirleitt 30 til 40 ár, en í sumum tilfellum nær hún 100 ár aftur í tímann.“

Daníel segir að forustufé sé aðeins til á Íslandi og að það hafi verið viðurkennt sem sérstakur fjárstofn árið 2017 og að skráningin sé fyrsta skrefið í ferli þar sem óskað er eftir að forustufé fari á skrá hjá UNESCO sem dýrategund í útrýmingarhættu.

Aðrir styrkhafar

Aðrir sem hlutu styrk að þessu sinni er Krumma films ehf., til þess að varðveita kvikmyndaðar heimildir sem rekja sögu homma og lesbía á Íslandi. Sölvi Björn Sigurðsson fékk einnig styrk til vinnslu bókar um ævi afa síns, Magnúsar Ásgeirssonar, sem var afkastamikill og virtur þýðandi á fyrri hluta 20. aldar.

Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum. Úthlutunarnefndina skipa Hildur Traustadóttir, fulltrúi bankaráðs Seðlabanka Íslands, og er hún jafnframt formaður nefndarinnar, Páll Magnússon, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi
Fréttir 19. september

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra...

Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...