Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frábært veður
Skoðun 17. júlí 2014

Frábært veður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt ætla mætti að allt væri að fara til andskotans út af rigningu á Íslandi þessar vikurnar er langur vegur frá því að sú sé raunin ef horft er á allt landið. Austfirðingar, Norðlendingar og jafnvel Vestfirðingar hafa oft á tíðum verið í bærilegu veðri í sumar og íbúar á norðausturhorninu jafnvel í afburðablíðu og sólskini. Þar er hins vegar lítið um útvarps- og sjónvarpsstöðvar, enda eru þær flestar á rigningarsvæðinu í Reykjavík.

Þó að fréttamönnum hætti til að grípa það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst, eða þannig, er það samt ekki af eintómum illvilja sem fréttir virðist oft snúast um naflaskoðun höfuðborgarbúa. Oft er ókunnugleika fréttamanna um að kenna en það þarf samt tvo til og stundum fleiri til að frétt eða umfjöllun verði að veruleika og komist á prent eða út á öldur ljósvakans. Því er mjög mikilvægt að fólk utan höfuðborgarsvæðisins sé duglegt við að koma góðum fréttum á framfæri og miðli þeim þannig til annarra.

Bændablaðið hefur í þessu efni notið dyggrar aðstoðar fólks um allt land og því þurfum við sem þar störfum ekki mikið að kvarta. Miklu frekar að þakka dyggan stuðning og umhyggju landsmanna fyrir heimabyggðum sínum og málefnum þeirra. Samt getur stundum skort nokkuð á að upplýsingagjöf frá sumum svæðum sé í lagi þó að eftir henni sé leitað.

Ef fólki sýnist að því sé illa sinnt hvað frásagnir af atburðum varðar á það hiklaust að taka upp símann og láta okkur vita eða senda tölvupóst. Það er nefnilega þannig að það sem menn halda bara fyrir sig getur aldrei orðið frétt eða frásögn. Samt er það líka stundum þannig að þó að einhver telji sig vera með stórmál í höndum getur það verið skotið í kaf við nánari skoðun af þeim sem betur þekkja til. Það kemur líka oft fyrir að við sem störfum í þessum geira drögum rangar ályktanir og ekkert verður úr umfjöllun af þeim sökum. Enginn er óskeikull í þessum efnum frekar en öðru.

Hvað sem öllum slíkum vangaveltum líður þá verður gott veður á Íslandi næstu vikurnar, aðeins mismunandi gott eftir svæðum.

Allt veður hefur sinn sjarma hvað ásýnd landsins varðar. Það er ekki síst sá veruleiki sem gerir það svo skemmtilegt að ferðast um landið, sem er aldrei eins frá einum degi til annars. Njótum veðursins!

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...