Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frábær árangur
Mynd / BBL
Skoðun 21. janúar 2019

Frábær árangur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslenskir bændur eru greinilega engir eftirbátar kollega sinna í öðrum Evrópulöndum þegar kemur að ræktun og umhirðu á kúastofninum. Samt telja ýmsir að ójöfnu sé saman að líkja þar sem bændur hér búa við stofn sem ræktaður hefur verið upp úr tiltölulega litlum stofni landnámskúa á meðan erlendir bændur byggja á fjölþættri ræktun sem hefur getað nýtt mikla erfðablöndun.   
 
Þrátt fyrir þetta hafa íslenskir bændur greinilega sýnt afburða hæfni í ræktun á íslenska kúastofninum. Íslenskar kýr vega nú að jafnaði nálægt 450 kg, en Holstein kýr, sem mikið eru nýttar til mjólkurframleiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum eru um 680 til 770 kg að þyngd. Ætla má að fóðurþörf sé í nokkru samræmi við þyngd og því ættu íslensku kýrnar að vera talsvert þurftarminni en stóru erlendu frænkur hennar. 
 
Það vekur athygli að afurðahæstu kúabúin á Íslandi eru að skila hátt í 9.000 kg að meðaltali eftir hverja kú og flest að skila á bilinu 7.000 til 8.000  á hverja árskú að meðaltali. Fjöldi mjólkurkúa á Íslandi er um 26.700 og voru afurðahæstu kýrnar að skila nærri 14 tonnum af mjólk á síðasta ári.
 
Þegar rýnt er í nýjustu tölur frá evrópsku hagstofunni Eurostat um mjólkurframleiðsluna sem ná yfir árið 2016, þá má sjá mjög athyglisverðan samanburð. Einhver breytileiki er í framleiðslunni á milli ára, en líklegt að eftir þurrka síðasta sumar sé framleiðsla nú t.d. lakari en oft áður. Þá bera að geta þess að kýr evrópskra bænda eru af mörgum ólíkum stofnum með mjög ólíka eiginleika þótt Holstein kýrnar séu þar áberandi, enda afurðahæstu kýr heims þegar vel er að eldinu staðið. 
 
Í 28 ríkjum Evrópusambandsins voru ríflega 23,5 milljónir mjólkandi kúa 2016 sem framleiddu 168,3 milljónir tonna af mjólk. Að meðaltali voru þær að skila 6.932 kg af mjólk á ári. Danir eru þar að ná bestum árangri með að meðaltali rúmlega 9.600 kg. Eru Danir þar næstir á eftir bandarískum kollegum sínum sem hafa verið að ná bestum árangri á heimsvísu. Lakasti árangurinn er í Rúmeníu en þar er árskýrin að meðaltali að skila um 3.200 kg og í Búlgaríu eru þær að skila um 3.600 kg. 
 
Líkt og á Íslandi eru afurðahæstu kúabúin að framleiða talsvert meira en meðalbúin. Þannig geta t.d. afurðahæstu dönsku kúabúin verið að skila yfir 10–12.000 kg á árskú að meðaltali en Holstein kúakynið er um eða yfir 70% af kúm danskra bænda. Til eru dæmi um að Holstein kýr geti mjólkað yfir 32.000 lítra af mjólk á ári, eða ríflega tvöföld afköst afurðahæstu íslensku kúnna, þó það sé kannski ekki mjög algengt.  
 
Þegar horft er á árangur íslenskra kúabænda í þessu víða samhengi, þá eru þeir óneitanlega að ná mjög góðum árangri með sinn kúastofn sem verið hefur erfðafræðilega mjög einangraður frá upphafi byggðar á Íslandi. Ef miðað er við tölur Eurostat um bændur í Evrópusambandinu,  sem nýta önnur og oft mun afkastameiri kúakyn, þá eru íslensku bændurnir líka að standa sig afar vel í þeim samanburði.
 
Íslendingum er skylt samkvæmt markmiðum Sameinuðu þjóðanna að vernda íslenska kúastofninn. Íslenskir kúabændur hljóta því að eiga það skilið að þeirra stöðu verði ekki ógnað, t.d. með óhóflegum innflutningi á mjólkurvörum og kjöti sem stórskaðað getur þeirra afkomu. 
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...