Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skil vel fólk sem er hrætt að mæta traktor með framtækin í þessari hæð.
Skil vel fólk sem er hrætt að mæta traktor með framtækin í þessari hæð.
Fréttir 31. mars 2021

Förum varlega í kringum tæki og tól

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Frá 1. nóvember 2013 byrjuðu þessir pistlar hér sem nefnast Öryggi – Heilsa – Umhverfi, reynt hefur verið að koma sem víðast við í efnisvali svo að þessir pistlar gagnist sem flestum. Í byrjun fannst mér erfitt að finna efni og efnisval, en með hjálp þeirra sem áttu erindi í Bændasamtökin voru þeir óvart fórnarlömb mín, óspart spurðir út í efnisval og annað sem mér þótti koma þessum pistlum við.

Er það minnisstætt hvað ég spurði marga út í hvort það væri slökkvitæki á traktor hjá þeim. Eftir yfir 100 spurningar um það kom fyrsta já-svarið, en nú 7–8 árum seinna hef ég séð nokkrum sinnum slökkvitæki fast utan á traktor. Ég er samt enn að bíða eftir fregnum þess efnis að traktorsumboð taki af skarið og setji slökkvitæki í allar nýjar vélar frá þeim.

Leggjum traktorum alltaf þannig að ökuferð byrji á áframgír

Traktorar og tækin sem notuð eru á þeim er algengasti slysavaldur á býlum, því þarf að umgangast dráttarvélar af skynsemi.

Kennum börnum að nálgast aldrei dráttarvél nema frá hlið, ekki aftan frá eða framan frá, en frá hlið er alltaf öruggasta leiðin.

Að leggja dráttarvél í lok vinnu eða aksturs skal alltaf reyna, ef það er mögulegt, að hún snúi þannig að þegar henni verður ekið næst fari hún beint áfram.

Samkvæmt rannsóknum eru 30% meiri líkur á að maður geri mistök eða lendi í óhappi ef maður byrjar ökuferð á að bakka ökutækinu (þetta á við um öll ökutæki).

Almennt eru dráttarvélar stórar, þungar og fylgihlutir í kringum þær líka.

Slys við að festa tæki aftan á vél eða moksturstæki að framan hefur heldur verið að aukast þar sem menn eru að klemma sig og hrufla enda þung tæki og erfitt oft að tengja fyrir einn mann. Það sama á við um hjólbarða sem eru orðnir svo þungir að til að geta skipt um hjólbarða á dráttarvélum í dag þarf sérverkfæri og ekki ráðlegt að einn maður vinni þau verk.

Hraði ein helsta orsök slysa og tjóna traktora á Írlandi

Flestar dráttarvélar eru með 40 km hámarkshraða (einstaka vélar komast hraðar og af því stafar viss hætta) og því varla hægt að telja sem hraðaksturstæki, en samt eru slys á þeim vegna hraða. Dráttarvél sem er á 40 km hraða er að meðaltali 28 metra að stoppa og sé eftirvagn svipað þungur og dráttarvélin tvöfaldast stöðvunarvegalengdin. Meðal stöðvunarvegalengd traktora með hlaðna vagna aftan í er samkvæmt prófunum á bilinu 48-58 metrar. Þessar tölur þarf að hafa í huga þegar ekið er á þjóðvegum innan um aðra umferð, en lítill léttur sportbíll á 90 km hraða er ekki nema 30–35 metra að stoppa á þurru malbiki.

Í Írlandi er töluvert mikið um slys hjá bændum vegna þess að þeir bremsa sig aftan á bíla sem eru með betri bremsur og einnig vanáætlaða bremsuvegalengd á traktornum þeirra.

Hræddur við traktorana sem hann mætti

Vinur minn hringdi í mig fyrr í vetur „myndsímtal“, með skelfingarsvip á andlitinu sagði hann að hann væri á leiðinni úr Landeyjahöfn á flutningabíl og væri búinn að mæta fjórum dráttarvélum á leiðinni. Orð hans voru nokkurn veginn svona:

„Er búinn að mæta fjórum traktorum með moksturstæki að framan, en allir voru þeir með tækin í augnhæð vöru- og flutningabílstjóra.“

Ef þetta er rétt, sem ég ætla ekki að efa, þá er þessi akstursstíll eitthvað sem þarf að laga sem fyrst. Moksturstækin eiga að vera eins neðarlega og kostur er þegar ekið er eftir þjóðvegi. Helst aldrei hærra frá jörðu en u.þ.b. fet. Það hafa orðið of mörg mjög alvarleg slys út af því að ekið er með moksturstækin of hátt uppi. Förum varlega í kringum tæki og tól og stefnum öll á að fækka slysum enn frekar í framtíðinni.

Muna að leggja þannig að næsti fari beint áfram.

Skylt efni: dráttarvélar

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...