Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fordson Model F – fyrsti traktorinn sem var framleiddur á færibandi
Fræðsluhornið 13. október 2014

Fordson Model F – fyrsti traktorinn sem var framleiddur á færibandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flestir hafa tilhneigingu til að skipta lífinu í tímabil, fyrir og eftir heimsstyrjöldina seinni, síðustu aldamót eða eins og ég fyrir og eftir lendinguna á tunglinu.


Þegar kemur að traktorum liggja skilin hjá mörgum fyrir og eftir Fordson Model F sem kom á markað árið 1917 og olli straumhvörfum í landbúnaði.

Fyrstu Fordson-vélarnar voru svipaðar öðrum dráttarvélum á sínum tíma en samt tæknilega fullkomnari á ýmsan hátt. Það sem gerði gæfumuninn var að þær voru fjöldaframleiddar á færiböndum bílaframleiðandans Henry Ford. Vélarnar voru seldar á verði sem nam einum þriðja af verði sambærilegra dráttarvéla og eftir að vinsældir þeirra urðu meiri lækkaði verðið enn meira. Þúsundir bænda sem áður gátu vart dreymt um að eignast dráttarvél höfðu því ráð á því að kaupa sér traktor. Fordson-dráttarvélar eru því upphaf mikillar tæknibyltingar og líklega einnig offramleiðslu í landbúnaði.

Nafnið Fordson má rekja til þess að fyrirtækið sem framleiddi vélarnar hét Henry Ford & Son Inc. en nafnið var stytt í Fordson til að spara peninga og tíma við sendingar á símskeytum.

Vildi létta bændum lífið

Henry Ford ólst upp á bóndabæ í Michigan-ríki í Bandaríkjunum og segir sagan að hann hafi dreymt um að framleiða áreiðanlegan og ódýran traktor til að auðvelda bændum lífið. Er sagt að vélsmiðir á hans vegum hafi sett saman um 50 frumgerðir af Fordson Model F áður en Ford var sáttur við útkomuna og framleiðsla hófst.

Fljótlega eftir að framleiðsla fyrstu Fordson-vélanna hófst pantaði breska stjórnin 6.000 traktora og nokkrum árum seinna seldi Ford 26.000 dráttarvélar til Sovétríkjanna auk þess sem nokkur þúsund slíkir voru framleiddir þar líka. Um tíma voru 85% allra dráttarvéla í Sovétríkjunum að gerðinni Fordson og tuttugu árum eftir að framleiðsla þeirra  hófst voru hátt í 750.000 Fordson-traktorar í notkun víða um heim.

Fordson eru með fyrstu dráttarvélum sem fluttar voru til Íslands og var ein slík í notkun á Hvanneyri árið 1921 en talið er að sú vél hafi verið smíðuð 1919. Vélarnar náðu töluverðri útbreiðslu hér á landi.

Salan féll í Bandaríkjunum

Árið 1927 var framleiðslu Fordson hætt í Bandaríkjunum og hún flutt til Cork á Írlandi þaðan sem afi hans var upprunninn. Afl vélanna var aukið og þær kallaðar Fordson Model N. Framleiðslan á Írlandi var óhagkvæm vegna þess hversu einangrað Cork var og árið 1933 var verksmiðjan flutt til Dageham sem er austur af London á Englandi. Vélarnar seldust vel á Bretlandseyjum en sala þeirra hríðféll í Bandaríkjunum vegna vaxandi vinsælda Farmall, John Deere og Allis-Charmer. Ólíkt Fordson voru þessar vélar á gúmmídekkjum en ekki dekkjum úr járni.

Framleiðslu Fordson-traktora var hætt árið 1961.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...