Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Food and fun hefst á morgun
Fréttir 25. febrúar 2014

Food and fun hefst á morgun

Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.

Matreiðslumeistararnir sem starfa á veitingahúsunum hafa allir skapað sér sess á stjörnuhimni veitingahúsageirans. Þeir hafa allir sett saman einn matseðil fyrir alla dagana, frá 26. febrúar til 2. mars og verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 7.990 krónur. Réttirnir sem eru innifaldir í því verði eru yfirleitt fjórir til fimm.

Hápunktur hátíðarinnar er kokkakeppni Food and fun sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu að lokinni setningarathöfn Búnaðarþings þann 1. mars. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur þrjá bestu matreiðslumennina til að leiða saman hesta sína í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með þeim þar að störfum og á sama tíma verða veitingahúsin 18 með matarkynningu og bjóða gestum upp á fjölbreytta rétti úr sínum eldhúsum.

Á sama tíma stendur ljúfmetisverslunin Búrið fyrir matarmarkaði í Hörpunni. Matarmarkaðir Búrsins hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli viðburðir og er skemmst að minnast jólamarkaðar Búrsins í Hörpu í desember síðastliðnum, en hann sóttu um 16 þúsund manns til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...