Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Food and fun hefst á morgun
Fréttir 25. febrúar 2014

Food and fun hefst á morgun

Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.

Matreiðslumeistararnir sem starfa á veitingahúsunum hafa allir skapað sér sess á stjörnuhimni veitingahúsageirans. Þeir hafa allir sett saman einn matseðil fyrir alla dagana, frá 26. febrúar til 2. mars og verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 7.990 krónur. Réttirnir sem eru innifaldir í því verði eru yfirleitt fjórir til fimm.

Hápunktur hátíðarinnar er kokkakeppni Food and fun sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu að lokinni setningarathöfn Búnaðarþings þann 1. mars. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur þrjá bestu matreiðslumennina til að leiða saman hesta sína í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með þeim þar að störfum og á sama tíma verða veitingahúsin 18 með matarkynningu og bjóða gestum upp á fjölbreytta rétti úr sínum eldhúsum.

Á sama tíma stendur ljúfmetisverslunin Búrið fyrir matarmarkaði í Hörpunni. Matarmarkaðir Búrsins hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli viðburðir og er skemmst að minnast jólamarkaðar Búrsins í Hörpu í desember síðastliðnum, en hann sóttu um 16 þúsund manns til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum.

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.