Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Food and fun hefst á morgun
Fréttir 25. febrúar 2014

Food and fun hefst á morgun

Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.

Matreiðslumeistararnir sem starfa á veitingahúsunum hafa allir skapað sér sess á stjörnuhimni veitingahúsageirans. Þeir hafa allir sett saman einn matseðil fyrir alla dagana, frá 26. febrúar til 2. mars og verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 7.990 krónur. Réttirnir sem eru innifaldir í því verði eru yfirleitt fjórir til fimm.

Hápunktur hátíðarinnar er kokkakeppni Food and fun sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu að lokinni setningarathöfn Búnaðarþings þann 1. mars. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur þrjá bestu matreiðslumennina til að leiða saman hesta sína í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með þeim þar að störfum og á sama tíma verða veitingahúsin 18 með matarkynningu og bjóða gestum upp á fjölbreytta rétti úr sínum eldhúsum.

Á sama tíma stendur ljúfmetisverslunin Búrið fyrir matarmarkaði í Hörpunni. Matarmarkaðir Búrsins hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli viðburðir og er skemmst að minnast jólamarkaðar Búrsins í Hörpu í desember síðastliðnum, en hann sóttu um 16 þúsund manns til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...