Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Food and fun hefst á morgun
Fréttir 25. febrúar 2014

Food and fun hefst á morgun

Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.

Matreiðslumeistararnir sem starfa á veitingahúsunum hafa allir skapað sér sess á stjörnuhimni veitingahúsageirans. Þeir hafa allir sett saman einn matseðil fyrir alla dagana, frá 26. febrúar til 2. mars og verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 7.990 krónur. Réttirnir sem eru innifaldir í því verði eru yfirleitt fjórir til fimm.

Hápunktur hátíðarinnar er kokkakeppni Food and fun sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu að lokinni setningarathöfn Búnaðarþings þann 1. mars. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur þrjá bestu matreiðslumennina til að leiða saman hesta sína í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með þeim þar að störfum og á sama tíma verða veitingahúsin 18 með matarkynningu og bjóða gestum upp á fjölbreytta rétti úr sínum eldhúsum.

Á sama tíma stendur ljúfmetisverslunin Búrið fyrir matarmarkaði í Hörpunni. Matarmarkaðir Búrsins hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli viðburðir og er skemmst að minnast jólamarkaðar Búrsins í Hörpu í desember síðastliðnum, en hann sóttu um 16 þúsund manns til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...