Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Folum fórnað
Fréttir 17. desember 2018

Folum fórnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Greiningar á fornu erfðaefni varpa ljósi á hross sem grafin voru með fólki á 10. öld á Íslandi.

Á Íslandi hafa fundist 350 kuml (grafir úr heiðni) kuml og eru þau flest frá 10. öld. Talið er að fólksfjöldi á Íslandi hafi talið allt að 9000 manns í kringum árið 930 og það er því ljóst að aðeins ákveðið fólk var greftrað með haugfé í kumlum. Grafir og gripir sem lagðir eru með í þær gefa miklar upplýsingar um það samfélag sem var að þróast á Íslandi á eftir landnám.

Í grein sem birtist nýlega í Journal of Archaeological Science segir að hestar voru algengasta haugféð sem lagt var í kuml á Íslandi en þar sem flest kuml hér á landi fundust við vegagerð og aðrar framkvæmdir fyrir 50-100 árum síðan voru þau oft afar illa varðveitt og ekki rannsökuð af fornleifafræðingum þegar þau fundust. Því skilaði sér oft aðeins lítill hluti þeirra hestabeina sem voru í kumlum á Þjóðminjasafnið.

Til að kyngreina beinagrind úr hrossi þarf annað hvort að vera til staðar vel varðveitt mjaðmagrind eða vígtönn en flestar mera hafa ekki slíkar tennur. Erfitt hefur verið að greina kyn hrossa í íslenskum kumlum með hefðbundnum aðferðum vegna þess hve illa varðveittar margar beinagrindur voru.

Með því að gera fornerfðafræðilega rannsókn (fornDNA greiningu) á tönnum úr 19 hrossum úr íslenskum kumlum hafa vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann í Osló og Minjastofnun Íslands staðfest að því að mikill meirihluti þeirra hesta sem lagðir voru í kuml voru karlkyns. Aðeins eitt hrossbein, frá kumlateignum á Böggvisstöðum við Dalvík, var úr meri. Greind voru þrjú hrossbein sem ekki fundust í kumlum, frá Granastöðum sem er býli frá víkingaöld og úr hellinum Leyni á Snæfellsnesi. Þau bein reyndust öll koma úr merum.

 

Skráðir högundar greinarinnar eru Nistelberger, H. M., Pálsdóttir, A. H., Star, B., Leifsson, R., Gondek, A. T., Orlando, L., Barrett, J. H., Hallsson og  J. H., Boessenkool, S.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...