Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Folum fórnað
Fréttir 17. desember 2018

Folum fórnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Greiningar á fornu erfðaefni varpa ljósi á hross sem grafin voru með fólki á 10. öld á Íslandi.

Á Íslandi hafa fundist 350 kuml (grafir úr heiðni) kuml og eru þau flest frá 10. öld. Talið er að fólksfjöldi á Íslandi hafi talið allt að 9000 manns í kringum árið 930 og það er því ljóst að aðeins ákveðið fólk var greftrað með haugfé í kumlum. Grafir og gripir sem lagðir eru með í þær gefa miklar upplýsingar um það samfélag sem var að þróast á Íslandi á eftir landnám.

Í grein sem birtist nýlega í Journal of Archaeological Science segir að hestar voru algengasta haugféð sem lagt var í kuml á Íslandi en þar sem flest kuml hér á landi fundust við vegagerð og aðrar framkvæmdir fyrir 50-100 árum síðan voru þau oft afar illa varðveitt og ekki rannsökuð af fornleifafræðingum þegar þau fundust. Því skilaði sér oft aðeins lítill hluti þeirra hestabeina sem voru í kumlum á Þjóðminjasafnið.

Til að kyngreina beinagrind úr hrossi þarf annað hvort að vera til staðar vel varðveitt mjaðmagrind eða vígtönn en flestar mera hafa ekki slíkar tennur. Erfitt hefur verið að greina kyn hrossa í íslenskum kumlum með hefðbundnum aðferðum vegna þess hve illa varðveittar margar beinagrindur voru.

Með því að gera fornerfðafræðilega rannsókn (fornDNA greiningu) á tönnum úr 19 hrossum úr íslenskum kumlum hafa vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann í Osló og Minjastofnun Íslands staðfest að því að mikill meirihluti þeirra hesta sem lagðir voru í kuml voru karlkyns. Aðeins eitt hrossbein, frá kumlateignum á Böggvisstöðum við Dalvík, var úr meri. Greind voru þrjú hrossbein sem ekki fundust í kumlum, frá Granastöðum sem er býli frá víkingaöld og úr hellinum Leyni á Snæfellsnesi. Þau bein reyndust öll koma úr merum.

 

Skráðir högundar greinarinnar eru Nistelberger, H. M., Pálsdóttir, A. H., Star, B., Leifsson, R., Gondek, A. T., Orlando, L., Barrett, J. H., Hallsson og  J. H., Boessenkool, S.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...