Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fölsuð vottorð notuð til að villa fyrir uppruna lax
Fréttir 21. nóvember 2014

Fölsuð vottorð notuð til að villa fyrir uppruna lax

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur staðfest, það sem kom fram á vef Bændablaðsins í gær, að síðustu mánuði hafi fölsuð vottorð verið notuð til að flytja lax af Evrópska efnahagssvæðinu til Rússlands undir merjum íslensk eða íslenskara sjávarútvegsfyrirtækja.

“Í ljós hefur komið fölsun á vottorðum sem framvísað hefur verið á síðustu mánuðum við innflutning á laxi við landamæri Rússlands. Vörunum fylgdu vottorð sem gáfu til kynna að laxinn væri frá Íslandi og framleiddur af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Matvælastofnun hefur fengið tvö vottorð til skoðunar og hefur staðfest gagnvart rússneskum yfirvöldum að þau eru fölsuð.

Á þessu stigi málsins er óljóst frá hvaða ríki eða framleiðanda þessar vörur koma, en Matvælastofnun og systurstofnun hennar í Rússlandi munu áfram vinna að því að afla frekari upplýsinga. Ekkert hefur komið fram sem tengir íslensk fyrirtæki við fölsun þessara vottorða.

Um er að ræða sendingar af eldislaxi til Rússlands í haust og hafa sumar þeirra komið til skoðunar á landamærastöðvum þar á síðustu dögum. Á fölsuð heilbrigðisvottorð sem hafa fylgt vörunum er skráð heiti Matvælastofnunar ásamt samþykkisnúmeri og heiti íslenskra fyrirtækja. Vottorðin sem um ræðir eru ekki í samræmi við samþykkt heilbrigðisvottorð Matvælastofnunar og voru ekki gefin út af henni. Hlutaðeigandi fyrirtæki hafa einnig staðfest að þau framleiða ekki eða flytja út lax til Rússlands.”
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...