Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hyundai Tucson Comfort 2wd, 1,7 dísil.
Hyundai Tucson Comfort 2wd, 1,7 dísil.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 27. janúar 2017

Fólksbíll sem lítur út eins og jepplingur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í byrjun hvers árs keppast innflutningsaðilar nýrra bíla við að auglýsa frumsýningar á nýjasta trompi hvers umboðs. Úrvalið er töluvert og erfitt getur verið að velja úr mörgum kostum. Í ár byrjaði ég á að fara í Hyundai-umboðið. Þar varð fyrir valinu Hyundai Tucson eindrifsbíll sem hingað til hefur eingöngu verið í boði sem fjórhjóladrifinn jepplingur. 
 
Aukin þægindi
 
Eins og áður sagði er Hyundai Tucson bíllinn eindrifs bíll og er fyrir vikið verðið á honum um 800.000 kr. lægra en á fjórhjóladrifsbílnum. Í boði eru þrjár mismunandi bifreiðar af Hyundai Tucson og er verðið frá 3.890.000 á þeim ódýrasta, en bíllinn sem prófaður var heitir Hyundai Tucson Comfort og er með 141 hestafli 1,7 lítra dísilvél, sjálfskiptur með 7 þrepa skiptingu. Strax og ég settist inn í bílinn var ég hrifinn af sætunum sem eru afar þægileg með stillanlegan bakstuðningi. Hitarinn er fljótur að hita sætið sem er kostur. Fótapláss er gott fyrir bæði ökumann og farþega í framsætum. Í stýrinu er hitari sem mér er farið að finnast að ætti að vera staðalbúnaður í innfluttum bílum á Íslandi (þetta er svo þægilegt í vetrarkuldanum).
 
Sparneytin vél og nánast stiglaus skipting
 
Það verður ekki annað sagt en að það er afar þægilegt að keyra Hyundai Tucson Comfort. Sjö þrepa skiptingin er það mjúk að maður finnur ekkert fyrir skiptingum, hvorki þegar bíllinn skiptir sér upp eða niður. Eyðslan á 1,7 lítra vélinni er afar lítil, en rétt fyrst á meðan vélin er að hitna er maður að sjá háar eyðslutölur í aksturstölvu bílsins. Eftir um þriggja til fimm mínútna akstur er vélin búin að ná kjörhita og eyðslan er komin niður undir fimm lítra á hundraðið í blönduðum akstri. Uppgefin eyðsla á bílnum er 4,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Í prufuakstrinum hjá mér var mín eyðsla 7,1 lítri að meðaltali, en þess ber að geta að allan tímann var hávaðarok og ausandi rigning. Ég er mjög sáttur við eyðsluna miðað við að bíllinn var prófaður við verstu hugsanlegu aðstæður gagnvart eyðslu.
 
Mikið farangursrými og aðgengilegt
 
Flestir nýir bílar eru með ljósabúnað þar sem bara eru ledljós framan á bílnum, en ekki er löglegt að vera þannig „ljósaður“ í umferð. Á Hyundai Tucson þarf að kveikja ljósin til að fá afturljósin á og mæli ég með því til þeirra sem eiga svona bíl að hafa alltaf ljósatakkann, á þar sem að þegar drepið er á bílnum og honum læst slokkna öll ljós eftir 7–10 sek. Ekki er hægt að skilja við umræðuna um ljós á þessum bíl án þess að hæla góðum og velsjáanlegum afturljósum sem eru bæði stór og skær. Þau sjást mjög vel í slæmu skyggni. Farangursrýmið er stórt, 513 lítra með sætin uppi og 1.503 lítrar með sætin niðri. Undir farangursrýminu er fullbúið varadekk sem er ekki sjálfgefið í mörgum öðrum nýjum bílum (margir án varadekks eða með það sem ég kalla „aumingja“).
 
Hyundai hefur skapað sér traust vegna lágrar bilanatíðni
 
Þessi bíll er nánast óaðfinnanlegur sem eindrifsbíll (sjálfur vil ég helst hafa fjórhjóladrif). Allir Hyundai eru með 5 ára ábyrgð enda hefur Hyundai verið sá bíll sem hefur einna lægstu bilanatíðni af öllum bílum samkvæmt erlendum vefmiðlum um bilanatíðni bíla undanfarin ár. Kaup á Hyundai Tucson eindrifsbílnum miðað við verð og þægindi eru góð kaup að mínu mati. Allar nánari upplýsingar um bílinn veita sölumenn hjá Hyundai eða á vefsíðunni www.hyundai.is.
 
Helstu mál:
Hæð 1.645  mm
Breidd 1.850 mm
Lengd 4.475 mm
 

 

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...