Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs
Mynd / Jón Eiríksson.
Fréttir 25. maí 2018

Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs

Höfundur: TB

Fyrirtækin Bústólpi og Fóðurblandan hafa bæði sent frá sér stuttar fréttatilkynningar í kjölfar fréttar um verðhækkanir á kjarnfóðri sem birtist á bbl.is 23. maí síðastliðinn og byggð var á samantekt Landssambands kúabænda um verðþróun á kjarnfóðri. 

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri í desember 2016. „Að auki lækkaði Bústólpi verðskrá sína á ný í janúar og aftur í júní 2017, sem ákveðnir innflutningsaðilar á kjarnfóðri fylgdu ekki eftir,“ segir í tilkynningu Bústólpa. 

Í fréttatilkynningu Fóðurblöndunnar kemur fram að í desember árið 2016 hafi fyrirtækið lækkað verð á kjarnfóðri um 4% í tveimur skrefum. „Auk þess lækkaði verðskráin um 1,5% í júní 2017. Þrátt fyrir hækkanir Fóðurblöndunnar í febrúar og maí 2018 er raunlækkun á verðskrá fóðurblöndunnar um 1,5% síðan 1. desember 2016.“

Á naut.is er farið yfir þróun verðbreytinga kjarnfóðurs frá 1. desember 2016 og þar er jafnframt tengill á verðskrár allra fóðursala. Landssamband kúabænda hefur um árabil birt upplýsingar um verðþróun á kjarnfóðri á vefnum sínum.

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...