Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs
Mynd / Jón Eiríksson.
Fréttir 25. maí 2018

Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs

Höfundur: TB

Fyrirtækin Bústólpi og Fóðurblandan hafa bæði sent frá sér stuttar fréttatilkynningar í kjölfar fréttar um verðhækkanir á kjarnfóðri sem birtist á bbl.is 23. maí síðastliðinn og byggð var á samantekt Landssambands kúabænda um verðþróun á kjarnfóðri. 

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri í desember 2016. „Að auki lækkaði Bústólpi verðskrá sína á ný í janúar og aftur í júní 2017, sem ákveðnir innflutningsaðilar á kjarnfóðri fylgdu ekki eftir,“ segir í tilkynningu Bústólpa. 

Í fréttatilkynningu Fóðurblöndunnar kemur fram að í desember árið 2016 hafi fyrirtækið lækkað verð á kjarnfóðri um 4% í tveimur skrefum. „Auk þess lækkaði verðskráin um 1,5% í júní 2017. Þrátt fyrir hækkanir Fóðurblöndunnar í febrúar og maí 2018 er raunlækkun á verðskrá fóðurblöndunnar um 1,5% síðan 1. desember 2016.“

Á naut.is er farið yfir þróun verðbreytinga kjarnfóðurs frá 1. desember 2016 og þar er jafnframt tengill á verðskrár allra fóðursala. Landssamband kúabænda hefur um árabil birt upplýsingar um verðþróun á kjarnfóðri á vefnum sínum.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...