Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs
Mynd / Jón Eiríksson.
Fréttir 25. maí 2018

Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs

Höfundur: TB

Fyrirtækin Bústólpi og Fóðurblandan hafa bæði sent frá sér stuttar fréttatilkynningar í kjölfar fréttar um verðhækkanir á kjarnfóðri sem birtist á bbl.is 23. maí síðastliðinn og byggð var á samantekt Landssambands kúabænda um verðþróun á kjarnfóðri. 

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri í desember 2016. „Að auki lækkaði Bústólpi verðskrá sína á ný í janúar og aftur í júní 2017, sem ákveðnir innflutningsaðilar á kjarnfóðri fylgdu ekki eftir,“ segir í tilkynningu Bústólpa. 

Í fréttatilkynningu Fóðurblöndunnar kemur fram að í desember árið 2016 hafi fyrirtækið lækkað verð á kjarnfóðri um 4% í tveimur skrefum. „Auk þess lækkaði verðskráin um 1,5% í júní 2017. Þrátt fyrir hækkanir Fóðurblöndunnar í febrúar og maí 2018 er raunlækkun á verðskrá fóðurblöndunnar um 1,5% síðan 1. desember 2016.“

Á naut.is er farið yfir þróun verðbreytinga kjarnfóðurs frá 1. desember 2016 og þar er jafnframt tengill á verðskrár allra fóðursala. Landssamband kúabænda hefur um árabil birt upplýsingar um verðþróun á kjarnfóðri á vefnum sínum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...