Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Mynd / Mishka Henner
Fréttir 13. ágúst 2014

Fóðrunarhólf verksmiðjubúa úr lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski listamaðurinn Mishka Henner hefur á undanförnum árum safnað gervitunglamyndum sem sýna verksmiðjubú í Bandaríkjunum sem framleiða megnið af öllu kjöti sem framleitt er þar í landi.

Myndirnar sýna fóðrunarhólf (feedlots) þar sem gripir eru fitaðir síðustu vikurnar og dagana fyrir slátrum og lón full af saur gripanna sem fylgja slíkum hólfum við sláturhús verksmiðjubúanna.

Talið er að um 15.000 fóðrunarhólf séu við verksmiðjubú í Bandaríkjunum og í hverju hólfi nokkur þúsund gripir á hverjum degi enda framleiða verksmiðjubú í Bandaríkjunum yfir 90% af öllu kjöti þar.

Listamanninum hefur með loftmyndunum af fóðrunarhólfum verksmiðjubúanna tekist að fanga ljótleikann á einstakan og fallegan hátt.

Í umfjöllun með myndinum segir að samkvæmt svokölluðum "ag-gag"-lögum sé bannað að birta ljós-, hreyfi- eða hljóðmyndir frá verksmiðjubúum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Lögin eru sögð til þess ætluð að vernda búin og eigendur þeirra fyrir utanaðkomandi ágangi. Gagnrýnendur laganna segja aftur á móti að í skjóli þeirra geti búin leynt slæmum aðbúnaði dýranna og farið á mis við lög um mengunarvarnir.

Sjá fleiri myndir hér.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...