Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Mynd / Mishka Henner
Fréttir 13. ágúst 2014

Fóðrunarhólf verksmiðjubúa úr lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski listamaðurinn Mishka Henner hefur á undanförnum árum safnað gervitunglamyndum sem sýna verksmiðjubú í Bandaríkjunum sem framleiða megnið af öllu kjöti sem framleitt er þar í landi.

Myndirnar sýna fóðrunarhólf (feedlots) þar sem gripir eru fitaðir síðustu vikurnar og dagana fyrir slátrum og lón full af saur gripanna sem fylgja slíkum hólfum við sláturhús verksmiðjubúanna.

Talið er að um 15.000 fóðrunarhólf séu við verksmiðjubú í Bandaríkjunum og í hverju hólfi nokkur þúsund gripir á hverjum degi enda framleiða verksmiðjubú í Bandaríkjunum yfir 90% af öllu kjöti þar.

Listamanninum hefur með loftmyndunum af fóðrunarhólfum verksmiðjubúanna tekist að fanga ljótleikann á einstakan og fallegan hátt.

Í umfjöllun með myndinum segir að samkvæmt svokölluðum "ag-gag"-lögum sé bannað að birta ljós-, hreyfi- eða hljóðmyndir frá verksmiðjubúum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Lögin eru sögð til þess ætluð að vernda búin og eigendur þeirra fyrir utanaðkomandi ágangi. Gagnrýnendur laganna segja aftur á móti að í skjóli þeirra geti búin leynt slæmum aðbúnaði dýranna og farið á mis við lög um mengunarvarnir.

Sjá fleiri myndir hér.

 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...