Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Mynd / Mishka Henner
Fréttir 13. ágúst 2014

Fóðrunarhólf verksmiðjubúa úr lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski listamaðurinn Mishka Henner hefur á undanförnum árum safnað gervitunglamyndum sem sýna verksmiðjubú í Bandaríkjunum sem framleiða megnið af öllu kjöti sem framleitt er þar í landi.

Myndirnar sýna fóðrunarhólf (feedlots) þar sem gripir eru fitaðir síðustu vikurnar og dagana fyrir slátrum og lón full af saur gripanna sem fylgja slíkum hólfum við sláturhús verksmiðjubúanna.

Talið er að um 15.000 fóðrunarhólf séu við verksmiðjubú í Bandaríkjunum og í hverju hólfi nokkur þúsund gripir á hverjum degi enda framleiða verksmiðjubú í Bandaríkjunum yfir 90% af öllu kjöti þar.

Listamanninum hefur með loftmyndunum af fóðrunarhólfum verksmiðjubúanna tekist að fanga ljótleikann á einstakan og fallegan hátt.

Í umfjöllun með myndinum segir að samkvæmt svokölluðum "ag-gag"-lögum sé bannað að birta ljós-, hreyfi- eða hljóðmyndir frá verksmiðjubúum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Lögin eru sögð til þess ætluð að vernda búin og eigendur þeirra fyrir utanaðkomandi ágangi. Gagnrýnendur laganna segja aftur á móti að í skjóli þeirra geti búin leynt slæmum aðbúnaði dýranna og farið á mis við lög um mengunarvarnir.

Sjá fleiri myndir hér.

 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...