Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Mynd / Mishka Henner
Fréttir 13. ágúst 2014

Fóðrunarhólf verksmiðjubúa úr lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski listamaðurinn Mishka Henner hefur á undanförnum árum safnað gervitunglamyndum sem sýna verksmiðjubú í Bandaríkjunum sem framleiða megnið af öllu kjöti sem framleitt er þar í landi.

Myndirnar sýna fóðrunarhólf (feedlots) þar sem gripir eru fitaðir síðustu vikurnar og dagana fyrir slátrum og lón full af saur gripanna sem fylgja slíkum hólfum við sláturhús verksmiðjubúanna.

Talið er að um 15.000 fóðrunarhólf séu við verksmiðjubú í Bandaríkjunum og í hverju hólfi nokkur þúsund gripir á hverjum degi enda framleiða verksmiðjubú í Bandaríkjunum yfir 90% af öllu kjöti þar.

Listamanninum hefur með loftmyndunum af fóðrunarhólfum verksmiðjubúanna tekist að fanga ljótleikann á einstakan og fallegan hátt.

Í umfjöllun með myndinum segir að samkvæmt svokölluðum "ag-gag"-lögum sé bannað að birta ljós-, hreyfi- eða hljóðmyndir frá verksmiðjubúum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Lögin eru sögð til þess ætluð að vernda búin og eigendur þeirra fyrir utanaðkomandi ágangi. Gagnrýnendur laganna segja aftur á móti að í skjóli þeirra geti búin leynt slæmum aðbúnaði dýranna og farið á mis við lög um mengunarvarnir.

Sjá fleiri myndir hér.

 

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...