Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þótt Íslendingar hafi lítið verið að ferðast til útlanda á síðasta ári þá gegnir öðru máli með íslensk hross. Ekki hafa fleiri hross farið úr landi með flugvélum í 23 ár.
Þótt Íslendingar hafi lítið verið að ferðast til útlanda á síðasta ári þá gegnir öðru máli með íslensk hross. Ekki hafa fleiri hross farið úr landi með flugvélum í 23 ár.
Mynd / Íslandsstofa
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir / Hörður Kristjánsson

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Alls voru 2.320 hross flutt úr landi. Það eru 811 fleiri hross en árið 2019, sem þó var mjög gott ár með 1.509 útflutt hross. Þetta er 53% aukning milli ára. Fara þarf 23 ár aftur í tímann, eða til 1997, til að finna sambærilegar tölur, en þá voru 2.565 hross flutt úr landi. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs.

Þetta ár kemst í sögubækur þegar kemur að útflutningi á hrossum, en salan var einnig góð innanlands og eftirspurn eftir hrossum hefur almennt verið góð undanfarið. Reyndar var talað um algjöra sprengingu í útflutningi á íslenskum hestum á forsíðu Bændablaðsins 22. október þegar séð var í hvað stefndi.

Fluttir voru út í fyrra 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 1. verðlaunahross. Samkvæmt Hagstofunni var samanlagt útflutningsverðmæti hrossa árið 2020 rúmir 1,5 milljarðar íslenskra króna, samanborið við rétt rúman milljarð árið 2019. Þetta er einnig 53% aukning milli ára.

176% vöxtur til Bandaríkjanna

Útflutningur til allra helstu markaðssvæða jókst í fyrra. Eins og ævinlega fóru flest hross til Þýskalands, eða 974. Næstflest hross fóru til Svíþjóðar og Danmerkur, eða 306 og 271 hross. Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti, en 141 hross voru flutt þangað í samanburði við 51 árið 2019. Þetta er gífurleg aukning milli ára, eða 176% vöxtur!

Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss, sem er í fimmta sæti, tók við 135 íslenskum hestum. Það er aukning upp á 40 hross, eða 42% milli ára. Til Belgíu fóru 43 hross, sem er meira en þrefaldur fjöldi þeirra hrossa sem sendur var þangað árið á undan.

Líta Bretlandsmarkað hýru auga

Í Bretlandi var tekið við 31 hrossi í fyrra, nærri tvöfalt fleiri hrossum en árið 2019. Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf, segir í fréttabréfi Horses of Iceland.

Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti.
Gott orð fer af íslenska hestinum erlendis, en rannsóknir gefa til kynna að markaðsstarf Horses of Iceland hafi borið góðan árangur. Kostir íslenska hestsins hafa verið kynntir á samfélagsmiðlum, í blaðagreinum, í sjónvarpsþáttum, á sýningum og víðar. Kynningarefnið hefur náð til stórs hóps fólks úti um allan heim.

„Það er margt sem hefur áhrif á þetta frábæra útflutningsár en það er klárt að fólk eyddi meiru í tómstundir sínar frekar en ferðalög í fyrra. Við erum svo heppin að hestamennsku er hægt að stunda að mestu leyti þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Hins vegar teljum við einnig að gott vörumerki með samræmd skilaboð og myndefni sem Horses of Iceland hefur komið á framfæri hafi haft mjög jákvæð áhrif á ímynd íslenska hestsins. Við finnum greinilega fyrir auknum áhuga í mörgum löndum,“ segir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland.

Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand vegna Covid-19 eru hrossaútflytjendur bjartsýnir og búast við áframhaldandi góðum útflutningi árið 2021.

Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland.

Skylt efni: hross | hrossaútflutningur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...