Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Hermannsson með urriðann væna úr Þingvallavatni. En veiðin hefur verið góð það sem af er í vatninu.
Jón Hermannsson með urriðann væna úr Þingvallavatni. En veiðin hefur verið góð það sem af er í vatninu.
Í deiglunni 27. júní 2018

Flottir urriðar á Þingvöllum

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðin á Þingvöllum hefur gengið vel það sem af er,  vænir urriðar og flottar bleikjur. Jón Hermannsson  setti í þann stóra á Þingvöllum fyrir nokkrum dögum og gefum honum orðið.
 
„Þessi  stóri urriði kom á flugu sem Óli í Veiðihorninu mælti með og það klikkaði ekki. Þetta var stórkostleg barátta við fiskinn sem stóð yfir  í 20 mínútur og hann tók gífurlegar langar rokur og fór langt inn á undirlínu á veiðihjólinu.  Þetta eru ótrúlegar skepnur sem búa í þessu stórkostlega vatni sem hefur verið einangrað í mörg hundruð ár og hefur alið af sér þennan stórkostlega urriða.
 
Það þarf ekki alltaf að borga háar upphæðir til að upplifa ævintýri sem þessi. Við erum svo sannarlega heppin að búa í landi sem eru með óendanlega mörgum vötnum sem hægt er að veiða í og njóta náttúru með fjölskyldu og vinum,“ sagði Jón enn fremur.

Skylt efni: urriði | Þingvellir | vatnaveiði

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...